Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 6

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 6
4 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma með ráðskonum. Til hans réðst ung stúlka utan úr Sléttuhlíð fsumir segja úr Fljótum), er Solveig hét. — Hrólfur Einarsson, er var háaldraður í Lónkoti í Sléttu- hlíð á uppvaxtarárum mínum, sagði mér, að sig minnti að hann hefði heyrt, að hún hefði verið úr Hrollleifsdal og Þorleifsdóttir. — Solveig var lítillar ættar, en vel að sér ger og hin sjálegasta. Nokkuð þótti hún lundstór, en stillti þó vel í hóf, var ágætlega verki farin og stund- aði bú prests ágætavel. — Gerðist Solveig nú ráðskona prests og virtist hún honum og öðrum heimamönnum hið bezta. Leið svo fram til ársins 1777, að hún stóð fyr- ir búi prests fyrir innan stokk. 2. Séra Oddur kvænist. Séra Oddur kvæntist árið 1777 Guðrúnu, dóttur Jóns prests Sveinssonar í Goðdölum, Pálssonar prests þar, Sveinssonar prests að Barði, Jónssonar. Oddur prestur var, eins og fyrr segir, hinn glæsilegasti maður og virt- ist hverjum manni vel. Er mælt, að Solveig hafi fellt hug til hans og jafnvel fest á honum svo mikla ást, að varla mátti sjálfrátt telja. Deilir nú sagnir nokkuð á um það, að sumir telja að hugur prests hafi einnig hneigzt til hennar, en bæði honum sjálfum, og þó sérstaklega fólki hans, þótt Solveig ættsmá og hafi því séra Oddur horfið frá því ráði, en aðrar sagnir telja þenna orðróm aðeins dreginn af ástleitni Solveigar, en að prestur hafi engan taum gefið henni á sér, en aðeins komíð vel fram við hana og verið því betur til hennar, sem honum lík- uðu verk hennar betur en annarra heimiliskvenna. Það er mælt, að Solveig hafi ekkert vitað, að það stóð til að séra Oddur kvæntist, fyrr en hann kom heim að Miklabæ með konu sína. Þetta er þó mjög ólíklegt, þar sem hann sótti ekki konu sína lengra til en að hún var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.