Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 82
80
DRAUMAR
[Gríma
á móti gestum.“ Enn finnst Pétri hann vera kominn
heim á Eskifjörð og vera að ganga niður á bryggju
bátsins Heim, mæta þar Óskari Bjarnasyni og segja við
hann: „Þið eruð þá komnir.“ „Jú,“ svarar Óskar.
„Hvenær komuð þið?“ þykist Pétur spyrja. Óskar svar-
ar: „Við komum um £jögurleytið.“ Þar með lauk
draumnum.
En þegar víst þótti, að bátarnir Heim og Kári hefðu
farizt, þá gátu menn þess til, að þeir befðu farizt um
kl. 4 síðdegis 29. nóv., því að þá var veðrið verst.
d. Draumvísa.
[Eftir handriti Sigríðar Jónsdóttur á Geirastöðum, 1907.]
Séra Gísli Evertsson Wíum varð aðstoðarprestur að
Þóroddsstað í Kaldakinn 1817 og dó þar 1826. Séra
Þórarinn í Múla minnist láts hans í tíðavísum sínum
í þessu erindi:
Er sálaður, — segir fjær
sá í fréttum nýjum, —
Þóroddsstaðar klerkur kær,
kapellán Gísli Wíum.
Pétur hét maður, kallaður „prentari" og bjó á ísólfs-
stöðum á Tjörnesi. Hann var aldavinur séra Gísla, og
höfðu þeir bundið það fastmælum, að hvor þeirra, sem
fyrr dæi, skyldi gefa hinum vitneskju um, hvernig hon-
um vegnaði eftir andlátið. Sömu nóttina, sem séra Gísli
dó, dreymdi Pétur, að hann kæmi til hans og hefði yfir
sálm, sem Pétur gat numið að nokkru. Muna menn nú
ekki nema eitt erindi, og er það á þessa leið:
Mér er nú allra meina bætt,
mín er í Guði öndin kætt;
í myrkur dauðans inn eg óð,
yfir um þó fyrir lambsins blóð.