Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 75
Gríma] DULRÆNAR SÖGUR 73
Þá bjuggu á Akri í sömu sveit merkishjónin Guðrún
Jónsdóttir og Páll Ólafsson, en sonur þeirra var Bjarni,
er síðar varð prestur í Steinnesi og prófastur í Húna-
vatnssýslu. Var Bjarni á sjöunda aldursári, er Seming-
ur drukknaði, og þekkti hann vel, enda var örstutt á
milli bæjanna. — Semingur var fátækur barnamaður,
og átti því ekkja hans erfitt með að sjá sér og börnum
sínum farborða eftir lát hans; urðu samt ýmsir til að
rétta henni hjálparhönd, og þar á meðal hjónin á Akri.
Einu eða tveim árum eftir drukknun Semings var
Bjarni á Akri einn morgun að vori til staddur frammi
í bæjardyrum þar heima. Öðrum megin þeirra var of-
urlítið útskot með stiga upp á dyraloft, þar sem geymd-
ur var kornmatur og aðrar vistir. Varð Bjama litið
þangað og sá hann þá Seming standa við stigann og
styðja öðrum olnboga á stigakjálkann. Nokkuð varð
honum bilt við sýn þessa, en áttaði sig ekki að fullu fyrr
en svipurinn var horfinn. — Síðar um daginn kom
ekkja Semings að Akri og bað hjónin þar hjálpar í bág-
indum sínum. Var þeirri beiðni vel tekið, og fór Guð-
rún húsfreyja upp á geymsluloftið til þess að taka til
ýmislegt í poka ekkjunnar, sem beið á meðan niðri í
bæjardymnum. Stóð hún í sömu sporum, þar sem Sem-
ingur hafði staðið um morguninn, og studdi eins og
hann öðrum olnboga á stigakjálkann.
f. Hleraskellurinn á Ríp.
[Handrit Páls Schrams að Á í Unadal. Sögn föður hans, Björns
F. Schrams, 1906.]
Árið 1890 bjó eg á Ríp í Skagafirði. Svo bar við um
veturinn á miðri vöku, rétt fyrir jólaföstu, að kona mín
bað mig að fara fram á dyraloft eftir ull. Allt fólkið var
í baðstofunni. Eg hafði ljóstýru með mér, og þegar eg