Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 77
Grima]
DULRÆNAR SÖGUR
75
stofunnar, og lagði dálitla glætu til okkar. Þá kom högg
og annað í viðbót þegar á eftir; kenndum við hvor öðr-
um um eins og vant var, en svo reis eg upp, gægðist yfir
fótagaflinn og sagði hranalega: „Hver er þarna?" Eng-
inn svaraði og ekkert sást. Þegar eg var rétt lagztur nið-
ur aftur, kom enn högg. Þá vissum við áreiðanlega, að
hvorugur okkar hafði hreyft sig. Svo tókum við eftir
því í þetta skipti og ávallt upp frá því, að þegar höggin
heyrðust, þá kom maður frá næsta bæ, Sandhólum, er
Björn hét. Allt fólk hans var þá komið til Ameríku, og
hafði aldrei borið á þessum höggum á undan komu
hans, fyrr en það var farið. — Einn morgun sem oftar
kom högg í gaflinn. Þá sögðum við báðir: „Nú kemur
Björn í dag.“ En aldrei þessu vant, kom hann ekki.
Morguninn þar á eftir kom högg. Þá reis eg upp og
sagði: „Þú lýgur; hættu að berjal“ Þann dag kom
Björn, og við sögðum honum, að fylgjan hans hefði
gabbað okkur í gær. „Það var von,“ svaraði hann; „eg
var kominn hérna heim á túnið í gær, en þá sá eg mann
norðan úr Kelduhverfi, sem eg þekki, ganga hér fyrir
neðan. Hann ætlaði inn í Sandhóla, svo að eg sneri aft-
ur með honum.“