Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 79

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 79
Gríma] DRAUMAR 77 Það var þá nótt eina að Jóhönnu dreymdi, að hún væri úti stödd með annan son sinn á handlegg sér, og þóttist hún þá sjá mann hanga tvöfaldan yfir þvotta- snúru, þannig að bæði fætur og höfuð námu við jörðu. Var hann svartur yfirlitum og mjög ófrýnilegur og að öllu hinn illmannlegasti. Þóttist hún vita, að þetta væri fjandinn sjálfur, og fannst sem hann myndi vilja ná barninu. Stóð henni mikil ógn af honum, en sagði samt: „Hvað heitir þú?“ „Eg heiti nú herra Lúmber,“ svaraði hann. Við þetta vaknaði hún. Um morguninn sagði hún manni sínum og öðru heimilisfólki frá draumnum. Hentu piltar gaman af honum, en samt varð draumurinn þeim alvarleg aðvörun, því að þeir hættu alveg blótsyrðum og óviðurkvæmilegum hávaða, þegar þeir spiluðu. b. Brandur. [Handrit Páls Einarssonar á Akureyri.] Veturinn 1905—1906 áttu foreldrar mínir heima í svokölluðu Methúsalemshúsi, þar sem nú er húsið Strandgata 23 á Akureyri. Hjá þeim voru þá tvö börn þeirra, Kristín og sá, sem þessa sögu segir, og fóstur- dóttir þeirra, Solveig. Nokkru eftir nýár 1906 — auðvitað man eg ekki nú, hvenær það var, eftir svo langan tíma1), en það hefur alls ekki verið fyrr en í febrúar, — sagði Kristín okkur morgun einn draum, er hana hafði dreymt nóttina áður. Dreymdi hana, að Guðbrandur, sem lengi átti heima hér á Akureyri, en í daglegu tali ætíð var nefndur Brandur, kom inn í íbúð okkar og fór um 1) Þetta er ritað í febrúar 1947.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.