Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 45
43
Gríma] SAGNIR UM JÓN HALLDÓRSSON
bát í smíðum, og stóð hann þar á hlaðinu. Voru smiðir
að höggva til innviðu í bátinn.
Jón á Syðra-Hvarfi víkur sér að þeim og segir: „Því
hafið þið manndrápsvið í bátinn?“ Smiðirnir hlógu að
orðum Jóns, en gáfu eigi annan gaum að.
Árið eftir fórst bátur þessi í fiskiróðri, og missti Jón
bóndi á Hóli þar tvo sonu sína og einn fósturson.
Voru þeir allir mestu efnismenn.
3. Gunnlaugur á Skipalóni.
Gunnlaugur hét maður Gunnlaugsson, ættaður úr
Svarfaðardal. Var hann skipstjóri á skipi Þorsteins
Daníelssonar á Skipalóni, hins kunna athafnamanns.
Svo er sagt, að Jón á Syðra-Hvarfi hafi eitt sinn sagt
að Gunnlaugur mundi verða sjódauður. Hafði Gunn-
laugi borizt spá þessi til eyrna. Eigi löngu seinna hittust
þeir Jón og Gunnlaugur á Hámundarstaðahálsi. Segir
þá Gunnlaugur: „Ekki er eg kominn í sjóinn enn.“ „Þú
ert nú ekki dauður ennþá,“ svaraði Jón.
Ári síðar fórst Guðmundur skipstjóri á einu af skip-
um Þorsteins, með allri áhöfn.
4. Spá Jóns um Snorra Jónsson.
Einhverju sinni fór Jón erinda sinna fram í Hólár-
kot. Þar bjó þá Jón Pétursson, faðir Snorra skipasmiðs
og kaupmanns á Akureyri. Var Snorri þá í æsku. Kvart-
aði Jón faðir hans um það við nafna sinn, að Snorri
litli væri oft óþarfur í tiltektum og skemmdi ýmsa hluti
fyrir sér. Þá segir Jón:
„Mér sýnist það nú liggja fyrir pilti þessum, sem eg
hef ekki séð liggja fyrir öðrum hér. Og heyrðu hvað eg
segi."1)
1) Það var orðtak hans.