Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 45

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 45
43 Gríma] SAGNIR UM JÓN HALLDÓRSSON bát í smíðum, og stóð hann þar á hlaðinu. Voru smiðir að höggva til innviðu í bátinn. Jón á Syðra-Hvarfi víkur sér að þeim og segir: „Því hafið þið manndrápsvið í bátinn?“ Smiðirnir hlógu að orðum Jóns, en gáfu eigi annan gaum að. Árið eftir fórst bátur þessi í fiskiróðri, og missti Jón bóndi á Hóli þar tvo sonu sína og einn fósturson. Voru þeir allir mestu efnismenn. 3. Gunnlaugur á Skipalóni. Gunnlaugur hét maður Gunnlaugsson, ættaður úr Svarfaðardal. Var hann skipstjóri á skipi Þorsteins Daníelssonar á Skipalóni, hins kunna athafnamanns. Svo er sagt, að Jón á Syðra-Hvarfi hafi eitt sinn sagt að Gunnlaugur mundi verða sjódauður. Hafði Gunn- laugi borizt spá þessi til eyrna. Eigi löngu seinna hittust þeir Jón og Gunnlaugur á Hámundarstaðahálsi. Segir þá Gunnlaugur: „Ekki er eg kominn í sjóinn enn.“ „Þú ert nú ekki dauður ennþá,“ svaraði Jón. Ári síðar fórst Guðmundur skipstjóri á einu af skip- um Þorsteins, með allri áhöfn. 4. Spá Jóns um Snorra Jónsson. Einhverju sinni fór Jón erinda sinna fram í Hólár- kot. Þar bjó þá Jón Pétursson, faðir Snorra skipasmiðs og kaupmanns á Akureyri. Var Snorri þá í æsku. Kvart- aði Jón faðir hans um það við nafna sinn, að Snorri litli væri oft óþarfur í tiltektum og skemmdi ýmsa hluti fyrir sér. Þá segir Jón: „Mér sýnist það nú liggja fyrir pilti þessum, sem eg hef ekki séð liggja fyrir öðrum hér. Og heyrðu hvað eg segi."1) 1) Það var orðtak hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.