Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 80
78
DRAUMAR
[Gríma
hana alla höndum sínum, en þar sem hann náði ekki
til með höndunum, sleikti hann með tungunni.
Líklega hálfum mánuði seinna varð elds vart í
nefndu húsi, en slökktur var hann áður en skaði varð,
svo að nokkru næmi. Varð þá umræða um það á heim-
ili okkar, að þarna væri draumur systur minnar kom-
inn fram.
En 1. marz 1906, eða um það bil þrern vikum eftir
að systir mín sagði draum sinn, kom aftur upp eldur í
húsi þessu, og brann það þá til kaldra kola. Mátti
heita, að foreldrar mínir stæðu slyppir eftir, og marg-
ur bókasafnari nú á dögum myndi horfa tárvotum
augum eftir þeim bókum, sem þar brunnu úr bóka-
safni föður míns.
c. „Eg er að sækja sigðina“.
[Sögn Péturs Jónssonar, skósmiðs á Akureyri, 11. apríl 1946.
Þorsteinn M. Jónsson skrásetti.]
Árið 1923 var Bogi Jónsson frá Tunghaga á Völlum
heimilisfastur á Eskifirði, en fór seint um haustið í
heimsókn til systur sinnar, Ingibjargar húsfreyju á
Vaðbrekku, konu Aðalsteins Jónssonar bónda þar. Að-
faranótt 29. eða 30. nóvemiber var hann enn á Vað-
brekku og dreymdi þá eftirfarandi draum:
Hann þóttist úti staddur á Vaðbrekku og horfa út
Hrafnkelsdal. Sér hann þá, hvar maður kemur, og ber
liann yfir með ótrúlegum hraða. Þegar hann nálgast,
þekkir Bogi, að þar er kominn Ólafur Magnússon frá
Sigmundarhúsum í Reyðarfirði. Ólafur var þá dáinn
fyrir nokkrum árum, en það mundi Bogi ekki í
draumnum. Þeir heilsast, og þykist Bogi segja við
Ólaf: „Hvað ertu að fara?“ Svarar þá Ólafur: „Eg er
að sækja sigðina handa þeim að Helgustöðum.“ Þrífur