Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 12

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 12
10 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma uð, stóð Solveig ávallt í gættinni og ógnaði fólkinu. Gekk það svo alla nóttina, að enginn maður íesti blund þar á bænum. 6. Hafin leit að Oddi presti. Fólkið á Miklabæ varð fegnara en frá verði sagt, þá er birta tók morguninn eftir, enda tók þá einnig að dvína draugagangur Solveigar. Gengu þá karlmenn út til að hyggja að presti, en hann sást hvergi. Þar á móti sáust skaflaförin eftir hest hans á hlaðinu, og á bæjar- kampi lágu vettlingar hans og vafinn um þá lokkur úr faxi hestsins. Þar lá einnig svipa hans brotin í tvennt, en hestur prests var á beit niðri á túninu. Var nú fyrst leitað í nágrenni bæjarins, en án nokkurs árangurs. Þá var og farið til Víðivalla, og var þar upp- lýst, hvenær prestur fór þaðan og að honum hefði verið fylgt þaðan heim að túngarði á Miklabæ. Var nú safn- að mönnum og hafin dauðaleit að séra Oddi, og var leitað af um 40 manns í heila viku, en allt án árang- urs. — Kíll einn liggur neðan við túnið á Miklabæ, er Gegnir er nefndur. Er það gamall Héraðsvatnafarveg- ur, en vötnin síðar lagzt úr honum og brotið sér ann- an. Gegnir er víða hyldjúpur, jafnvel margir faðmar á dýpt, með holbökkum miklum. Virðist fólk hafa helzt leitt að því getur, að prestur myndi hafa lent í Gegni, þótt ekki væri hann í leið hans, því að þar var mjög vandlega leitað með stöngum og krókum; en öll leit varð árangurslaus, og hefur aldrei fundizt né vitnazt neitt, sem bent gæti á afdrif prests. Var það trú alþýðu, að Solveig hefði dregið prest í kuml sitt. í Gegninum er hylureinnöðrumfremurmjögdjúpur, þar sem hann áður hefur fallið saman við Héraðsvötn- in, en nú hefur þar framan við myndazt eyri og lokað fyrir Gegninn, sem er við það orðinn að straumlausu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.