Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 59
Grima] ÞJÓÐSÖGUR 57
þeir hefðu. Þegar Ólafur byrjaði sönginn, var sem hún
yrði flumósa við og færði sig fjær, en svo náði hún sér
aftur -á strik, leitaði á, en gekk þó ekki nær en áður.
Gekk í þófi þessu, þangað til Ólafur var kominn aftur
í 25. sálm; þá dofnaði yfir henni, sérstaklega þó við
síðasta versið: ,,Son guðs ertu -með sanni." Hélt þó
ófreskjan áfram stjákli sínu í nokkurri fjarlægð, en
Ólafur kyrjaði sálmana og snerist með Brún. Varð svo
engin breyting á aðstöðu þeirra, þangað til komið var
aftur í 44. sálm. Þá færðist ófreskjan enn í aukana og
sótti fast að, allt þar til er komið var aftur í 48. sálm;
þá.var sem henni liði illa og færðist aftur undan. Hóf
Ólafur þá sókn á eftir, enda virtist Brún langa helzt til
að ráðast að ófreskjunni, en það vildi Ólafur ekki að
svo stöddu. Þegar allir sálmarnir voru sungnir á enda,
hafði reynzt svo, að þrír þeirra voru áhrifamestir og
þó sitt v-ersið úr hverjum þeirra, sem sé: „Son guðs ertu
með sanni“ úr 25., „Vertu guð faðir faðir minn“ úr
44. og „Gegnum Jesú helgast hjarta“ úr 48. sálmi.
Neytti Ólafur þessa, dró ekki af raustu eða tilfinningu
og lét versin dynja á ófreskjunni sleitulaust. Var þá sem
hún stæði á nálum og leitaði undan, en Ólafur fylgdi
fast á eftir, og lauk þeirri viðureign á þá leið, að ó-
freskjan steyptist aftur á bak ofan í árgilið, og hefur
aldrei sézt eða um hana heyrzt síðan, enda kvaðst Ól-
afur liafa sungið sálminn „Allt eins og blómstrið eina,“
áður en hann hvarf þaðan.
Um þetta bil var að birta af degi. Losaði Ólafur þá
um taumhaldið á Brún, steig á bak og reið heimleiðis.
Hafði hann ekki orð á viðureign sinni við sendinguna
heima hjá sér, en á öðrum degi þar á eftir reið hann
til kaupstaðar og hitti kaupmann að máli. Hnykkti