Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 78
7.
Draumar.
a. „Eg heiti nú herra Lúmber“.
[Sögn Péturs B. Jónssonar, skósmiðs á Akureyri, 6. apríl 1946.
Þorsteinn M. Jónsson skrásetti.]
Árin 1889—1891 bjuggu á Þuríðarstöðum í Ey-
vindarárdal í Suður-Múlasýslu hjónin Jón Pétursson
og Jóhanna Stefánsdóttir, sem seinna bjuggu í Tung-
haga á Völlum. Var þá þribýli á Þuríðarstöðum, og
bjuggu þar þá einnig Jón Bjarnason, er lengi hafði
búið þar, faðir Bjarna kennara og hringjara í Reykja-
vík, og Halldór Marteinsson. Einnig var þá í hús-
mennsku á Þuríðarstöðum Pétur Sigurðsson, sem
seinna varð póstur.
Það var um vetur, að þeir spiluðu lúmber á kvöldin
Jón Pétursson, Halldór Marteinsson og Pétur Sigurðs-
son. Var oft allmikið kapp í spilamennskunni, og
fylgdi henni hávaði og blótsyrði svo mikil, að konun-
um þótti nóg um, sérstaklega þó Jóhönnu, er var með
tvo unga syni þeirra Jóns, Stefán tveggja ára og Pétur
á fyrsta ári. Fann hún oft að því við spilamennina,
hvað orðbragð þeirra væri óviðurkvæmilegt, en þeir
skeyttu engu um aðfinnslur hennar.