Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 57
5.
Þjóðsögur.
a. Sending kaupmannsins.
[Handrit Ásmundar Helgasonar frá Bjargi, eftir sögn
móður hans.]
Á síðustu árum seytjándu aldar var danskur kaup-
maður á Vopnafirði, sem var mjög óvinsæll. Prettaði
hann menn í viðskiptum, þegar hann fékk því við kom-
ið, en ef nokkur reyndi að rétta hlut sinn, hafði hann
hótanir í frammi. — Einn þeirra manna, sem kaup-
maður þessi átti sökótt við, hét Ólafur og átti heima
innarlega í sveitinni. Þóttist kaupmaður aldrei geta
haft af honum um fram það, sem lög leyfðu, því að svo
glöggur var Ólafur, að hann sá jafnan við öllum prett-
nm, en stóð að sínu leyti í fullum skilum. Varð þeim
oft sundurorða, og hafði Ólafur eitt sinn þau ummæli,
að hann mundi stefna kaupmanni fyrir pretti hans í
viðskiptum við sig og aðra. Varð kaupmaður þá svo
heiftugur, að hann hótaði að senda Ólafi sendingu áður
langt um liði, en Ólafur svaraði engu öðru en því, að
allt væri gott gefins.
Seint í septembermánuði þetta sama sumar átti
Ólafur erindi að Grímsstöðum á Fjöllum; fór hann