Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 74
72
DULRÆNAR SÖGUR
[Gríma
izt hafði, og hét eg því. — Daginn eftir kom símskeyti
frá Vestmannaeyjum, þar sem spurt var um, hvort orð-
ið hefði vart við Pétur Bjarnason fiskimatsmann frá
Eskifirði, sem í þessari ferð var farþegi á Súðinni, en
kom hvergi fram, er skipið kom þangað. Reyndist það
vera lík Péturs, er fannst rekið í Gleðivík. Smíðaði eg
utan um það og þóttist vita, hvernig staðið hefði á há-
vaðanum í húsi mínu nóttina áður en það fannst.
d. Maðurinn með vatnsföturnar.
[Eftir handriti Sigríðar Jónsdóttur á Geirastöðum við Mývatn,
1907.]
Nokkru eftir 1870 bjó kona nokkur á Geiteyjar-
strönd, sem Rósa hét; maður hennar er þar enn á lífi.
Eitt sinn var hún stödd inni í búri sínu og heyrði þá, að
maður gekk inn í eldhúsið fyrir framan; var hann
þungstígur, og líkast því að heyra sem hann rogaðist
með vatnsfötur, en skylli svo niður með allt saman.
Rósa leit þá fram í eldhúsið, en sá engan. — Daginn
eftir frétti hún lát Jóhannesar Kristjánssonar í Vogum,
en sá bær er þar skammt frá; hafði Jóhannes verið
staddur á bæjardyrahellunni með vatnsfötur í höndum
og orðið þar bráðkvaddur. Hann var orðinn gamall.
Þess ber að geta, að Rósa heyrði skellinn í eldhúsinu
degi síðar en Jóhannes dó.
e. Svipur Semings.
[Handrit Jónasar Rafnars. Eftir sögn Bjarna Pálssonar pró'io.sts
í Steinnesi.]
í ágústmánuði 1866 drukknaði í Blöndu Semingur
Semingsson bóndi á Skinnastöðum á Ásum; var hann
kenndur nokkuð af brennivíni. Fannst lík hans löngu
síðar sjórekið nálægt Skagastrandarhöfn.