Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 48
46 ' SAGNIR UM JÓN HALLDÓRSSON [Gríma
„Hafðu hægt um þig, Jón. Tíminn er stuttur, en
eilífðin er löng. Það verður snöggt um þig.“
Eigi löngu síðar bar svo við, að Jón Guðmundsson
varð bráðkvaddur í heytótt á Þverá, er hann var að
gegningum. Minntust menn þá orða Jóns á Syðra-
Hvarfi, er hann mælti á Urðum við nafna sinn.
9. Spá um Önnu á Urðum.
Anna hét húsfreyja á Urðum. Hún var kona Jó-
hanns, er þar bjó. Einhverju sinni mætti hún Jóni á
Syðra-Hvarfi í svonefndu Urðaengi. Tóku þau tal sam-
an, og sagði þá Jón: „Mæðuleg ertu ennþá, Anna mín,
og þó er mesta mæðan eftir.“ Þótti sú spá rætast síðar,
er Anna missti mann sinn á hinn hörmulegasta hátt.
Svo bar við, að nokkrir Svarfdælingar fóru að vetrar-
lagi yfir á Austurland, og var Jóhannes, maður Önnu,
einn þeirra. Á heimleiðinni brast á norðanstórhríð
með hörkufrosti, og villtust þeir. Hröktust þeir á sjón-
um alla nóttina, og króknaði Jóhannes þar í bátnum,
en hann var orðinn aldurhniginn og heilsuveill.
10. Spá um Önnu í Miðkoti.
í Miðkoti á Upsaströnd bjó kona sú, er Anna hét.
Hún var dóttir Björns skipstjóra í Syðra-Garðshorni.
Maður Önnu var Jón Hansson frá Upsum, sonarsonur
séra Baldvins Þorsteinssonar, er þar bjó um eitt skeið.
Þegar Anna var á unglingsaldri, var hún um tíma á
Syðra-Hvarfi hjá þeim hjónum, Jóni og Kristínu. Þeg-
ar hún fór þaðan, mælti Jón til hennar þessum orðum:
„Þú verður aldrei efnuð, Anna litla, en þig mun ekki
skorta feitmeti."
Anna bjó í Miðkoti við fremur lítil efni, en mikla
ómegð. En svo sagði hún sjálf frá, að aldrei hefði það