Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 25
23
Gríma] ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ
kominn þangað. Þá dreymdi Þorstein bónda á Hrólfs-
stöðum einni eða tveimur nóttum síðar, „að til hans
kemur maður hár og herðibreiður, og var festa og ró
yfir svipnum. Þykir honum maðurinn vera séra Oddur
á Miklabæ. Þorsteini finnst séra Oddur segja við sig:
,Eg sé á þér, að þú ætlar að gera þetta fyrir okkur.‘
Þorsteini þótti séra Oddur eiga við það, að hann legði
lið sitt að því að leita beina Solveigar. — Eftir draum
þenna reið Þorsteinn til fundar við Sigurð--og bað
hann leita með sér beinanna. Lét Sigurður tilleiðast,
og er þar skemmst af að segja, að þeir Þorsteinn grófu
á þeim stað, er Sigurður hafði áður á vísað, og gengu
þar að öllu svo sem Sigurður hafði áður við skilið og
frá sagt. Fjalirnar úr kistu Solveigar lágu hlið við
hlið sunnan við kistu þá, er Sigurður taldi geyma leif-
ar gömlu konunnar, sem grafin var 22. des. 1914. Skút-
inn var og ennþá sýnilegur, sá er fram kom, er kista
Solveigar hafði verið upp tekin 22‘A ári áður. Þar lágu
og beinin, en mjög höfðu þau fúnað á þessu árabili.“
Og séra Lárus segir ennfremur:----„Mældum við
Stefán á Höskuldsstöðum sum helztu beinin, svo sem
höfuðkúpu og lærlegg. Af stærð höfuðkúpu virtist
okkur hún vera sem svaraði af fremur litlu kvenmanns-
höfði, og af tönnum ályktuðum við, að hún hefði verið
á þrítugsaldri. Lengd lærleggs var 39 cm., og mun það
"vera stærð fremur lágvaxinnar konu. — Þá var og enn
auðvelt að ákveða lengd kistunnar og breidd, þar sem
sumar fjalirnar höfðu fulla lengd. Hefur hún verið
147 cm. löngog 42 cm. breið. Járnhringur úr ca. 8 min.
jarni, 5 cm. í þvermál, fannst í moldinni, og hafði hann
verið í gafli kistunnar. Sáust járnspengur og í gaflfjöl.
Gat Stefán á Höskuldsstöðum til, að þetta hefði verið
fatakista Solveigar, sem hún var grafin í, og þykir mér