Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 62

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 62
60 ÞJÓÐSÖGUR [Gríma í baðstofu að spjalla saman í náðum. Vissu þær þá ekki fyrr til en eitthvert óttalegt bákn brölti upp á baðstofuna norðanverða og braut þrjú borð í súðinni; urðu þær dauðhræddar, því að það var engu líkara en að ibaðstofuþakið væri að detta inn. Ruku þær upp í ofboði, slökktu ljósið og þutu fram til piltanna og sögðu þeim, að einhver voðaleg skepna væri að brjóta niður baðstofuna. Varð piltunum ekki um sel, fleygðu frá sér spilunum og slökktu ljósið; gripu þeir hákarla- skálmar, sem héngu í skálanum, læddust út á hlaðið og út fyrir bæinn og svipuðust eftir, hvaða skepna væri þar á ferð. Heyrðu þeir hringl úti á túninu og sáu glóra í einhverja kolsvarta skepnu, sem var stærri en nokkurt hross. Logn var úti, og stöldruðu piltar við stundarkorn til að hlusta eftir hringlinu, sem var lík- ast því, að margar skeljar væru hristar til í pjátur- dunk. Þokaðist skepna þessi 'hægt og hægt út fyrir tún- garðinn, og hurfu piltar þá aftur inn í bæinn, því að þeir þorðu ekki að veita eftirför öðru eins ferlíki. Voru engin ljós tendruð aftur í Útibæ, það sem eftir var nætur. — Morguninn eftir var rakin slóð eftir skrímslið frá baðstofunni, út túnið og út fyrir túngarð; lá hún þaðan niður í Eiðiskrók, sem kallaður er, og þar hafði það horfið í sjóinn. Hugðu menn helzt, að skrímslið hefði komið á land í Eiðiskrók vestara, því að þar sást traðk nokkurt, en sporunum var þannig lýst, að þau væru eins og eftir kvartilsbotn og hér um bil kringlótt. Þegar eg var ungur, heyrði eg marga segja frá þess- um atburði í Flatey, og sjálfur man eg eftir því, að á gömlu baðstofunni í Útibæ voru brotin þrjú borð í súðinni norðanverðri. Voru þau talin þögull vottur um heimsókn skrímslisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.