Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 16

Gríma - 01.09.1948, Blaðsíða 16
14 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma fékk Ríp 1811 og Reynisnesþing 4. des. 1828. Hann var karlmenni að burðum og glæsimenni að sögn. — Hann hafði oft óskað þess, að hann hefði verið nokkru eldri, þá er faðir hans hvarf; þá mundi hann hafa farið út til hans. — Dóttir þeirra hjóna var Ingibjörg, kona Jóns prests Jónssonar á Auðkúlu, en séra Jón var sonur Jóns prófasts á Stað í Steingrímsfirði, Sveinssonar. Hjá Ingi- björgu lézt Guðrún 1811. — Séra Jón á Auðkúlu drukknaði í Svínavatni 4. febr. 1817. Meðal barna þeirra var séra Daníel á Kvíabekk. 7. Sagnir af reimleikum Solveigar. Því var fastlega trúað af alþýðu manna í Skagafirði, að Solveig gengi mjög aftur. Var sú trú rótgróin löngu áður en séra Oddur hvarf, en hefur eflaust magnazt við hvarf hans og hin undarlegu atvik að því. Þessi trú lifði góðu lífi fram um miðja síðustu öld og jafnvel fram undir lok hennar. Þótti svipur Solveigar sækjast eftir að villa menn, helzt þá, er voru einir á ferð að næturlagi eða í myrkri, og sækjast eftir að gera þeim ýmsar glennur. Flestar þeirra sagna eru nú glataðar, en þær helzt enn við lýði, sem yngstar eru. Skulu hér nokkrar skráðar. Séra Jón Hallsson var prestur á Miklabæ 1858—1874. Þá hafði kirkjugarðurinn á Miklabæ verið færður nokkuð út, svo að leiði Solveigar var orðið innangarðs, og vissu þá orðið fáir, hvar helzt það var. Eitt sinn sem oftar skyldi jarða lík í Miklabæjargarði, og vísaði prest- ur til að taka gröfina í hinum nýlega vígða hluta, sem orðið hafði innangarðs við útfærslu girðingarinnar. Var hann svo inni við, meðan gröfin var tekin. Er það var langt komið, kom einn grafarmanna inn til prests og sagði honum, að nokkuð óvenjulegt hefði borið fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.