Gríma - 01.09.1948, Side 16

Gríma - 01.09.1948, Side 16
14 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma fékk Ríp 1811 og Reynisnesþing 4. des. 1828. Hann var karlmenni að burðum og glæsimenni að sögn. — Hann hafði oft óskað þess, að hann hefði verið nokkru eldri, þá er faðir hans hvarf; þá mundi hann hafa farið út til hans. — Dóttir þeirra hjóna var Ingibjörg, kona Jóns prests Jónssonar á Auðkúlu, en séra Jón var sonur Jóns prófasts á Stað í Steingrímsfirði, Sveinssonar. Hjá Ingi- björgu lézt Guðrún 1811. — Séra Jón á Auðkúlu drukknaði í Svínavatni 4. febr. 1817. Meðal barna þeirra var séra Daníel á Kvíabekk. 7. Sagnir af reimleikum Solveigar. Því var fastlega trúað af alþýðu manna í Skagafirði, að Solveig gengi mjög aftur. Var sú trú rótgróin löngu áður en séra Oddur hvarf, en hefur eflaust magnazt við hvarf hans og hin undarlegu atvik að því. Þessi trú lifði góðu lífi fram um miðja síðustu öld og jafnvel fram undir lok hennar. Þótti svipur Solveigar sækjast eftir að villa menn, helzt þá, er voru einir á ferð að næturlagi eða í myrkri, og sækjast eftir að gera þeim ýmsar glennur. Flestar þeirra sagna eru nú glataðar, en þær helzt enn við lýði, sem yngstar eru. Skulu hér nokkrar skráðar. Séra Jón Hallsson var prestur á Miklabæ 1858—1874. Þá hafði kirkjugarðurinn á Miklabæ verið færður nokkuð út, svo að leiði Solveigar var orðið innangarðs, og vissu þá orðið fáir, hvar helzt það var. Eitt sinn sem oftar skyldi jarða lík í Miklabæjargarði, og vísaði prest- ur til að taka gröfina í hinum nýlega vígða hluta, sem orðið hafði innangarðs við útfærslu girðingarinnar. Var hann svo inni við, meðan gröfin var tekin. Er það var langt komið, kom einn grafarmanna inn til prests og sagði honum, að nokkuð óvenjulegt hefði borið fyrir

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.