Gríma - 01.09.1948, Page 24

Gríma - 01.09.1948, Page 24
22 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma þetta nú vera?‘ Þá svaraði Jóhannes ( og kenndi sann- færingar í rómnum): ,Ætli það sé ekki Solveig.‘ “ En frá töku grafarinnar að gömlu konunni er skýrt hér að framan. Kista sú, sem þeir Sigurður og Jóhann- es komu niður á þarna, var orðin fúin, en þó ekki meira en svo, að sumar fjalirnar voru með fullri lengd, að því er séð varð. Dálítill skúti myndaðist í gröfinni sunnanverðri, sennilega af því að gamla kist- an hafði snúið öfugt við gröfina, sem þeir voru að taka. Bein konu reyndust vera í kistunni. Tóku þeir Sigurður þau, eins og venja er til, og komu þeim fyrir í þessum litla skúta og lögðu síðan fjalirnar úr kistunni samhliða kistu gömlu konunnar. Var svo gengið frá gröf hennar á venjulegan hátt. — Því má bæta við, að þeir Sigurður og Jóhannes eru af öllum taldir mjög réttorðir menn og áreiðanlegir. Sigurður hafði skömmu áður en Zóphonías kom að sunnan rifjað upp við séra Lárus allt þetta í sambandi við greftrun gömlu kon- unnar, því að það gerðist áður en séra Lárus kom að Miklabæ. Það var nú leitað aðstoðar Sigurðar til að finna gröf Solveigar, og varð hann vel við því. Sonur gömlu kon- unnar, sem jarðsett var í leiði Solveigar, var staddur á Miklabæ um sömu mundir, og var hann einnig kvadd- ur til að segja til um, hvar leiði móður hans væri, en það kom í ljós, að sonurinn benti til þess, sem svar- aði einni grafarbreidd frá því, sem Sigurður áleit að það væri. Var þar grafið fyrst, en reyndist svo, að þar var enga gröf að finna. Það hafði líka verið svo, að á miðilsfundi hafði verið sagt, að bein Solveigar mundu ekki finnast fyrr en við aðra tilraun. Nú hagaði þannig, að Sigurður var varðmaður við fjárpestargirðinguna við Héraðsvötnin, og var hann

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.