Gríma - 01.09.1948, Page 39

Gríma - 01.09.1948, Page 39
37 Gríma] ÞÁTTUR AF KJARTANI í SELI til Seyðisfjarðar. í norðurleið fóru þeir yfir Jökul ('Fönn), en gátu ekki farið sömu leið aftur. Páll var þá hálfþrítugur og hinn mesti þrekmaður, en Kjartan var átján árum eldri. Þegar þeir fóru af Öldunni á Seyðis- firði, var veður gott, en færi ekki eftir því. Páll kvaðst hafa byrjað gönguna allhratt, og er hann hafði gengið um stund, leit hann aftur og sá þá að Kjartan var orð- inn langt á eftir. Hann beið því Kjartans og spurði, hvort hann væri vesall. Hann kvað nei við því og svar- aði aðeins, að þetta væri sinn vanagangur. Þeir héldu svo áfram .Varð Páll brátt nokkru á undan og beið svo Kjartans. Þannig gekk þetta eins upp á heiðarbrún, en alltaf styttist stundin, sem Páll þurfti að bíða, og er á heiðina kom, voru þeir lengi samhliða. Þá stakk Páll upp á því, að þeir hvíldu sig, en það sagðist Kjartan aldrei gera, heldur halda alltaf jafnt áfram. Síðan gengu þeir sem leið lá yfir Gagnheiði og niður Slenju- dal, en þá var Kjartan farinn að kafa á undan, og er yf- ir dalinn kom og upp á Svínadal, — „var eg,“ sagði Páll, „farinn að dragast aftur úr.“ Á Svínadalsvörpum snæddu þeir smurt brauð, er þeir höfðu með sér. Við það hresstist Páll, og kom það sér vel, því að þá var skollinn á norðanbylur með frosti og fannkomu, og höfðu þeir undanhald. Kjartan hélt svo á undan sína sömu ferð, og um kvöldið náðu þeir að Sómastöðum, — „eg hálfuppgefinn,“ sagði Páll, „en Kjartan rétt eins og hann væri að leggja af stað í ferðalag!“ Snemma í janúar 1894 komu norsk skip upp til Eskifjarðar og Seyðisfjarðar til að sækja saltsíldar- farma. Þá var fátt um lækna á Austurlandi og lítið hirt um að athuga heilsufar á skipum, sem fóru milli landa. Reyndist svo í þetta skipti, að illkynjuð inflúenza flutt- ist til landsins með skipum þessum. Tíðarfar í janúar

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.