Gríma - 01.09.1948, Page 40

Gríma - 01.09.1948, Page 40
38 ÞÁTTUR AF KJARTANI í SELI [Gríma var ágætt fram að þorra, stillur og færi gott. Voru því sveitamenn víða að í kaupstaðarferðum að sækja vörur til heimila sinna, en fengu svo óafvitandi inflúenzuna í kaupbæti og fluttu hana upp um allar sveitir; varð hún all-mannskæð, gerði víða usla og hjó djúp sár. Einar Olafsson, sem um mörg ár var póstur milli Eskifjarðar og Hornafjarðar, bjó þá að Höfða1) á Völl- um. Þá var það litlu eftir miðgóu — eða fyrst í marz — að hann kom úr póstferð. Snjór var allmikill, svo að ekki var talið fært með hesta yfir Eskifjarðarheiði, — þar lá póstleiðin þá. Var hann slakur eftir póstferðina og inflúenzuna og réð því af að senda Einar son sinn með póstflutninginn til Eskifjarðar. Fékk hann tvo menn með honum til að bera böggla, blöð og bréf. Menn þessir hétu Baldvin Friðrik og Stefán Hallgríms- synir, voru taldir röskir og vel að manni, en höfðu þó ekki náð sér að fullu eftir inflúenzuna. Þeir lögðu snemma af stað frá Egilsstöðum. Færð var heldur þung, því að snjóað hafði um nóttina, en frostlaust. Um miðj- an dag voru þeir komnir upp á Tungudalsháls, og var þá fyrirsjáanlegt, að norðvestanbylur væri í aðsigi; höfðu þeir undanhald og reyndu því eftir mætti að hraða ferðinni upp dalinn, áður en veðrið skylli yfir; munu þeir því hafa þreytt sig um of og meir en þörf gerðist. Efst á Tungudalnum náði norðvestanbylurinn þeim með slíkum hamagangi, að allt ætlaði um koll að keyra vegna frosts og snjókomu, og þó að þeir ættu undan að sækja, þreyttust þeir mjög og áttu fullt í fangi með að gæta sín að hrekjast ekki hver frá öðrum. Sá varð endir á ferðalagi þeirra félaga, að þeir Friðrik og 1) Þetta er ekki rétt. Einar var þá í húsamennsku í Kollsstaða- gerði. — Þ. M. J.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.