Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 5
B L I K
3
maður góða stöðu hér í bænum.
Um það bil giftist hann gæða-
og myndarstúlku. Þessi ungu
hjón þekkti ég bæði vel. Þau
höfðu verið nemendur mínir.
Drykkjuskapur unga heimil-
isföðurins fór í vöxt. Síðast var
hann sviptur stöðunni sökum
drykkjuskapar. Hjónabandið
var líka að fara út um þúfur,
þegar hann hröklaðist héðan úr
bænum. Engir liðu nú meiri sál-
arkvalir sökum ógæfu hins
unga heimilisföður en foreldr-
amir, sem þó 'höfðu kallað
þetta fjölskylduböl yfir sig.
Síðan hefur þessi ungi maður,
sem nú er brátt miðaldra,
aldrei borið barr sitt. Skyldi
ekki saga fjölda ungra manna
og kvenna í þessu landi nú
vera eitthvað áþekk sögu þessa
Vestmannaeyings, þar sem orð
og gjörðir í sjálfu föðurtúninu,
heimilinu, virðast án efa eiga
upptök að ógæfunni.
Þá verða mér skólaslitin í
fyrra lengi minnisstæð. Skóla-
árið 1958—1959 gekk í skólann
nokkur hópur barna,, sem
neytt hafði tóbaks frá blautu
bamsbeini, ef svo mætti
segja, og vom þrælar þeirrar
nautnar. Þessir nemendur voru
allir á 13—14 ára aldrinum.
Pylgifiskar tóbaksnautnarinnar
leyndu sér aldrei í fari þessara
ungmenna allan veturinn.
Kæruleysið, skeytingarleysið,
sljóleikinn, deyfðin, og truflan-
ir á starfsemi taugakerfisins
vora varanleg einkenni þessara
unglinga. Svo kom skólaslita-
dagurinn. Þá komu í skólann
um 220 ungmenni prúðbúin og
mannvænleg, en 10 unglingum
vísaði ég frá skólaslitum vegna
þess, hversu klæðnaður þeirra
var ósamrýmanlegur athöfn-
inni, kæruleysislegur, sóðaleg-
ur. Allt voru þetta unglingar
eiturlyfjanautnarinnar. En lít-
um svo á prófskírteini þessara
sömu unglinga. Við athugun
kom í ljós, að 7 af þeim eða
70% höfðu ekki staðizt prófið.
Þessir unglingar höfðu varið
flestum tómstundum sínum í
ölkránum í bænum og svo þeim
stundum, sem þeim bar að nota
tíl heimanáms. Ég segi frá
þessu hér nemendum mínum og
foreldrum til íhugunar. I þess-
um efnum sem svo mörgum
öðram verður ekki tveim herr-
um þjónað á sama tíma.
„Reykur, sumbl og refskák
rangar lýð á húsgang,“ segir
skáldið.
Trúað gæti ég, að margir
foreldrar gerðu sér of litlh
grein fyrir því, hve heimilin
eru áhrifaríkur aðili til ills eða
góðs um allt uppeldi æskulýðs-
ins. Það er sanni næst, að upp-
alandinn gegni ábyrgðarmestu
stöðu þjóðfélagsins, hvort sem
starf hans á sér stað innan
veggja heimilisins eða annarra
stofnana. Framtíð þjóðfélags-