Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 134
132
B L I K
og lendingarskilyrði góð við
Eyjar.
Til Vestmannaeyja fóru
menn víðsvegar að til fisk-
kaupa á vorin, jafnvel af Norð-
urlandi. Jón prófastur Stein-
grímsson segir í ævisögu sinni
frá því, er iiann fór til fisk-
kaupa suður á land og alla leið
til Vestmannaeyja, en þá átti
hann heima norðan lands.
Löngum var erfitt um að-
drætti alla úr Rangárvalla- og
Skaftafellssýslum. Stórvötn og
margskonar aðrar torfærur yfir
að fara til verzlunarstaðar.
Eyrarbakki var um langan ald-
ur eini verzlunarstaðurinn á
Suðurlandi austan fjalls. Þess
vegna munu menn all-snemma
af þessu landssvæði hafa farið
að verzla við Eyjakaupmenn að
einhverju leyti, sækja þangað á
eigin skipum ýmsar kaupstaða-
vörur. Um leið færðu Land-
menn Eyjabúum ýmislegt, er
þeim kom vel að fá. Allvíða er
að finna frásagnir um þessar
ferðir, sem stundum tóku lang-
an tíma. Þær voru erfiðar og
vossamar einatt. Stundum áttu
sér stað í þeim hörmuleg slys
og tilfinnanlegt manntjón. Má
þar t. d. nefna, þegar Eyja-
fjallaskipið ,,Björgólfur“ fórst
við Yztaklett 1901 og 27 menn
og konur drukknuðu.
Það er auðskilið, að kjark og
fullkomna aðgæzlu þurfti með
til að leggja í sjóferð á opnu
skipi án allra tækja, sem nú-
tíminn krefst, alla leið austan
úr Mýrdal til Vestmannaeyja,
taka þar fullfermi af allskonar
vörum og sigla svo eða róa alla
þessa leið til baka. Oftast
heppnaðist þetta þó vel, en ekki
alltaf.
Og svo dregur að því, að
smáverzlun fer að myndast í
Vík í Mýrdal. Vörurnar voru
fluttar þangað frá Vestmanna-
eyjum. Fyrst á opnum skipum,
en svo komu stærri skip til
sögunnar, eimskip, og verzlun
í Vík kemst í fastar skorður,
sem breytir mjög til batnaðar
afkomu manna í Vestur-Skafta-
fellssýslu og austur hluta Rang-
árvallasýslu. En alltaf voru þó
Vestmannaeyjar einhverskonar
öryggi þessum sunnlenzku
milliferða- og verzlunarskipum.
Svo kemur að því að sam-
vinnufélagsskapurinn hefur
fest rætur hér sunnanlands. Þá
mynda Vestur-Skaftfellingar
og Öræfingar með sér samtök
og stofna hlutafélagið Skaft-
felling og ráðast um leið í það
stórvirki að láta smíða stórt
vélskip, sem hlaut nafn hluta-
félagsins. Það er vélskipið
Skaftfellingur. Hann átti að
annast vöruflutninga milli
hinna svo kölluðu Suðurlands-
hafna. Það gerði hann í mörg ár
og heppnaðist vel. Enda fylgdi
þar hugur og hönd allra góðu
málefni og göfugri hugsjón.