Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 111
B L I K
109
alla alþýðu manna. Frá Syðri-
Kvíhólma fluttu þau hjón, Haf-
liði og Halla foreldrar Þórarins,
að smábýlinu Homi hjá prests-
setrinu Holti og voru þar í hús-
mennsku. Þar fæddist þeim dótt-
irin Margrét eldri, 12. júlí 1830,
er varð móðir merkisbóndans
Guðmundar Þórarinssonar á
Vestri-Vesturhúsum. Guðmund-
ur var fæddur í Berjanesi í
Steinasókn í Eyvindarhóla-
prestakalli, 28. des. 1850, skírð-
ur sama dag. Guðfeðgin: Mar-
grét Jónsdóttir ljósmóðir í
Steinum, kona Helga bónda
Guðmundssonar í Steinum og
amma Sveins Jónssonar tré-
smíðameistara í Eyjum, síðar í
Reykjavík, og þeirra systkina.
Þórarinn Jónsson faðir Guð-
mundar var í Berjanesi hjá Haf-
liða, en hann var fæddur í
Berjanesi í TJtlandeyjum, þá í
Breiðabólsstaðarsókn, 28. ágúst
1832, sonur Jóns Jónssonar frá
Ey.
Margrét Hafliðadóttir dó hjá
syni sínum að Vesturhúsum 17.
des. 1915 og hefui þá verið 85
ára að aldri. Var gerðarkona og
tápmikil, ræðin og skemmtileg.
Frá Horni fluttist Hafliði að
Ormskoti og þaðan 1830 að
Minni-Borg í Eyvindarhólasókn
með börn sín, er voru hjá þeim
hjónum, Eirík 12 ára, Ólaf 10,
Margréti eldri 6 ára og Margréti
yngri 1 árs. Nokkrum árum
seinna flutti Hafliði að Berja-
nesi í Steinasókn og þar luku
þau bæði æviskeiði sínu. 1 Berja-
nesi var f jórbýli og þröngsetið.
Þar bjó m.a. Margrét Þórarins-
dóttir systir Hafliða með manni
sínum, en jörðin var stór, svo
að sumstaðar var þá þrengra
um. 1 Berjaneshjáleigu var þá
tvíbýli. Hafliði Þórarinsson
drukknaði 1853, 28 ára. Ekkja
hans bjó í Berjanesi alllengi
eftir hann og lézt þar, 73 ára,
1870.
Fósturforeldrar Þórarins Haf-
liðasonar, föðurafi hans Þórar-
inn Eiríksson og seinni kona
hans Nielsína Níelsdóttir,
bjuggu í Berjaneshjáleigu í Út-
landeyjum, Breiðabólsstaðar-
sókn, er Þórarinn kom til þeirra
á 1. ári (1825), og víst tæpu ári
síðar. 1826, fluttu þau í Austur-
Landeyjar. Eru þau eitthvað á
Krossi, seinna í Miðeyjarhólmi
og víðar, sem áður segir.
Þórarinn Hafliðason mun
hafa farið til Danmerkur árið
1846, því að frá 1845 sést hans
ekki getið um nokkur ár í
kirkjubókum Vestmannaeyja,
án þess brottfarar hans sé þó
getið. Hann mun hafa farið til
smíðanáms að líkindum fyrir at-
beina Sigurðar Einarssonar
málmsmiðs og þeirra feðga Jó-
hanns Nikolai Abel kammer-
ráðs og sýslumanns og Chr.
Abels kaupmanns, er þá var ný-
lega kvæntur Jóhönnu Jónsdótt-
ur Salómonsen verzlunarstjóra