Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 41
E L I K
39
í því laglega skólastofu og að
öðru leyti að lagfæra það og
endurbæta til þeirrar brúkunar,
sem að kaupa hús snikkara
Marcússons (Landlyst), sem er
á boðstólum fyrir 250 ríkisdali,
og lagfæra það og endurbæta á-
samt fæðingarhúsinu, með því
að þinghúsið eftir sem áður
gæti notast sem að undanförnu
til þess í því að halda manntals-
þing og ýmis önnur sýslustörf,
er fyrir koma, eins og líka sveit-
inni yrði þannig hægara að við-
halda einu húsi en tveimur.
Þess vegna samþykkur fyrir
mitt leyti, ef stiftamtmaður
gæti á það fallizt."
Samtímis því að bréfin ganga
á víxl milli amtmanns annars
vegar og sýslumannsins og
læknisins hinsvegar um kaupin
á Landlyst með viðbyggingunni,
fæðingarhúsinu (Stiftelsinu),
er bollalagt í skrifstofu amt-
manns um það, hvað leggja
skuli til í skólamáli Vestmanna-
eyinga. Niðurstaðan varð sú, að
stiftyfirvöldin lögðu til, að leit-
að yrði til ríkisstjórnarinnar um
100 ríkisdala árlegt framlag til
reksturs hinum væntanlega
barnaskóla í Vestmannaeyjum,
með því skilyrði, að Eyjabúar
leggi á ári hverju 250 ríkisdali
á móti til hins fyrirhugaða
skóla. I bréfi til séra Brynjólfs
Jónssonar (19. ágúst 1868)
beina skrifstofur stiftamtmanns
og biskups sameiginlega þeirri
ósk til prestsins, sem mælt hafði
eindregið með skólahugsjón
sýslumanns, að hann skýri fyrir
háyfirvöldum þessum „grund-
vallargreinir kennslunnar" og
fátækrastjórnarinnar, um hve
mikil tillög sveitin muni geta 1
té látið, og er prestur beðinn
um skýringu og svar fátækra-
stjórnarinnar í hreppnum.
Fáum mun það dyljast, er
þessi mál kynna sér, að með til-
lögu sinni um 100 ríkisdala-
framlagið og beiðnina um skýr-
ingar og svör fátækrastjómar-
innar í Vestmannaeyjahreppi,
er amtmaður að drepa skóla-
málinu á dreif, tortíma hugsjón-
inni, því að hann vissi það allra
manna bezt, að hreppurinn var
á engan hátt aflögufær um
nokkur útgjöld fram yfir það,
sem þegar hvíldu á honum, því
að sveitarstjórnin hafði einmitt
þá um sumarið beðið stiftamt-
mann um hjálp til að afstýra
skorti og neyð í Eyjum, eins og
áður er á drepið, vegna margra
ára fiskileysis og langvarandi
verzlunareinokunar og kúgunar.
Vitaskuld sá hreppsforustan
enga leið til þess, að sveitarfé-
lagið gæti lagt fram 100 ríkis-
dali árlega til reksturs barna-
skólanum fyrirhugaða auk
skólagjaldanna, 150 ríkisdala.
Þar með var barnaskólahug-
sjóninni í Vestmannaeyjum
stungið svefnþom í annað sinn,
og svaf hún svo næstu 22 árin.