Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 180
178
B L I K
stokki hins aldraða, er þar ligg-
ur í rúmi sínu beygður nokkuð
af átökum við Elli kerlingu og
mæddur af mörgu.
Sumt af heimilisfólkinu í Ný-
borg tók nú að gerast forvitið.
Hurðin stóð í hálfa gátt og
eyru voru lögð við.
Þetta var í 18. viku sumars,
og fýlungaveiðar stóðu sem
hæst. Dyngja af fýl liggur ó-
reytt úti í skemmu bóndans.
Kartöflur hafði hann látið taka
upp um morguninn til þess að
þær nytu þurrks dagsins.
Trúboðinn hóf ræðu sína og
ræddi um þyngsli elliáranna.
Eftir drykklanga stund hafði
hann talað sig heitan. Innfjálg
orðin streymdu af vörum hans,
hjartnæm og eggjandi, staðsett
og staðfest með látlausum til-
vitnunum í heilagt guðsorð. All-
ir, sem heyra máttu og eyru
höfðu í Nýborg, hlustuðu. Þeg-
ar trúboðinn tók að skilgreina
þá, sem himnaríki erfa, og
hina, sem hann taldi að ættu
þangað vonlausa tilkomu, svo
sem drykkjumenn og hórkarla,
þótti bónda nóg imi. Þá gat
hann ekki á sér setið að flytja
trúboðanum nokkur orð sjálfs
meistara Jóns. Með nokkrum
hita í röddinni mælti Sigurður
bóndi: „Meistari Jón segir, og
hans orð hafa aldrei verið vé-
fengd á íslandi fremur en speki-
orð Njáls á Bergþórshvoli:
„Aldrei steypir drottinn nokkr-
um þeim, sem hinn allra
minnsta trúarneista geymir í
hjarta sínu, svo djúpt niður í
afgrunn hörmunganna, að þeir
aldeilis örvænti sér náðar hans,
jafnvel þótt þeir séu á stund-
um langt leiddir“.“ Það slum-
aði í trúboðanum. Hann varð
sem hugsi um stund. Það
var eins og hann hugleiddi,
hvort rætt væri nema um einn
meistara í heilögu guðs orði!
Allur er varinn góður, hugsaði
trúboðinn, og engu skyldi mót-
mæla 1 hinum helgu skriftum,
en mörg eru þar nöfnin og
mörg er þar spekiholan.
Trúboðinn segir: „Esaja spá-
maður segir, að það hjarta, sem
Guð taki sér bústað í, skuli
vera angrað og sundurkramið."
Bóndinn: „Vídalín segir:
„Dyggðir og mannkostir eru
mest verðir af öllum þeim hlut-
um, sem finnast hjá dauðlegum
mönnum. Lítillætið er fegurst
skart dyggðanna. Án þess verð-
ur framsýnin að undirferli,
réttlætið að harðýðgi og hug-
prýðin að ofdirfsku“.“
Trúboðinn: „Ég kannast ekki
við neinn Vídalín, sem sé sann-
ur lærisveinn Krists, en við
okkur, sem erum það og frels-
aðir erum í honum hefur Krist-
ur sagt: „Yður er gefið að
þekkja leyndardóma himnarík-
is, en hinum er það ekki gefið“.“
Bóndinn: „Meistari Jón spyr:
„Ef flísin í náungans auga er