Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 28
26
B L I K
Hann hét Andeas August
Kohl. Hann hafði hlotið liðs-
foringjamenntun og -nafnbót
og verið skipaður kapteinn í
danska hernum. Kaptein Kohl
nefndu Eyjabúar hann í dag-
legu tali. Þessum danska em-
bættismanni ofbauð menningar-
ástandið í Vestmannaeyjum,
þegar hann settist þar að.
Enn hélzt þá við með Eyja-
búum óttinn og hræðslan við
sjóræningja og hafði haldizt
þar við, síðan Tyrkir rændu
1627. Einnig höfðu erlendir sjó-
menn, er stunduðu fiskveiðar á
skipum sínum kringum Eyjar,
orðið uppvísir að ránskap,
eggjastuldi og sauðaráni í út-
eyjum.
Þetta hugarástand fólksins
og menningarhætti þess hugð-
ist kapteinn Kohl bæta með því
að stofna einskonar herskóla í
Eyjum. Sjálfur var hann rögg-
samt yfirvald, sem hreif menn
með sér, og vanur liðþjálfi.
Stofnun þessari kom sýslumað-
ur á legg og naut til þess vel-
vilja og fyrirgreiðslu góðra
manna í Eyjum, m. a. hins
unga prests í Nöjsomhed.
Kapteinn Kohl skipulagði her-
flokkinn, sem kallaður var
Herfylking Vestmannaeyja, og
gerði tvo af forustubændum
Eyjanna og tvo skeleggustu
verzlunarmennina þar að
flokksforingjum. Herfylking-
unni voru samdar og settar
ákveðnar reglur og markmið.
Hún skyldi þjálfa vopnaburð
og kenna notkun þeirra. Hún
skyldi kenna aga og stjórn-
semi, reglusemi og hlýðni,
snyrtimennsku og háttprýði.
Hinum eldri liðsmönnum henn-
ar var skipt í 4 flokka, en hin-
um yngstu í tvo. í unglinga-
deildunum voru liðsmennirnir
8—16 ára.
Árangurinn af starfsemi her-
fylkingarinnar kom fljótt 1 Ijós
og var undraverður. Mjög dró
úr agaleysi því og drykkjuskap,
sem einkennt hafði jafnan lífið
á vetrarvertíð og í kauptíðinni
á vorin. Þrifnaður og reglu-
semi fór í vöxt. Einnig stund-
vísi og háttprýði. Mjög dró úr
búðardvöl og -stöðum athafna-
leysingjanna og hengilmænu-
hætti. Ungliðarnir, börnin og
unglingarnir, fylltust áhuga og
sniðu sig eftir beztu háttum
hinna eldri, sem urðu þeim til
fyrirmyndar og hvatningar.
Nýtt lif, nýtt sjónarmið.
Kapteinn Kohl andaðist í
jan. 1860. Hafði þá herfylking
hans starfað í þrjú ár, og á-
rangurinn í rauninni orðið
undraverður. Eftir dauða for-
ingjans lognaðist herfylkingin
brátt út af, áhrifin koðnuðu
og reglurnar gleymdust. Brátt
sótti í sama horfið aftur um
menningu alla og manndóm.
Er séra Brynjólfur Jónsson
skrifar sóknarlýsingu sína 1873,