Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 22
20
B L I K
helzt andlegar, á hverjum hér
við komu mína var mesti skort-
ur.“
Þessi orð prests leyfa okkur
að álykta, að hann sé ekki
beint óánægður með árangur-
inn af starfi sínu í Eyjum, því
að honum finnst þokast í rétta
átt, þótt hægt gangi og við
mikla erfiðleika sé að etja.
Samblendni og samheldni fólks-
ins hefur farið vaxandi, segir
prestur. Það hefur sín áhrif á
hugsun og uppeldi barna og
unglinga, þó að sá tími sé
langt framundan, að þeir kost-
ir notist fólkinu verulega í lífs-
baráttunni.
Bókakostur Eyjaskeggja hef-
ur aukizt og þess vegna
meira lesið. Það eykur svo
lestrarfýsn æskulýðsins og
löngun til að verða „bænarbók-
arfær.“ Allt er þetta árangur
af starfi prestsins, séra Jóns
Austmanns, hins dyggðuga
þjóns og andlega leiðtoga Eyja-
skeggja. Og enn er ýmislegt
ótalið, sem batnandi hefur far-
ið með starfi prestsins. Hann
segir: „Ofdrykkja í og við
kirkjuna, sem áður var hér
hneykslanleg, er nú að kalla
öldungis liðin undir lok“.
Og fleira hefur gerzt í menn-
ingarátt, sem m.a. hefur bæt-
andi áhrif á æskulýðinn. Prest-
ur segir: „ Er meiri kurteisi,
siðsemi og hreinlæti farið að
ryðja sér til rúms hér, meira
en áður var, þó að Eyjabúarn-
ir, eins og íslendingar yfir höf-
uð, standi að baki annarra
þjóða í þessu efni.“
Og enn segir prestur: „. . . .
En siðferðinu fer hér óneitan-
lega fram, þar eð þekking trú-
arbragðanna, sem áður var hér
langt um minni en nú er, fór
að hafa sín heillasömu áhrif á
breytni innbúanna. . . . “.
En við raman reip er að
draga. Hin harða lífsbarátta og
atvinnulífið hamlar fræðslu-
starfinu eða hindrar það. Fólk-
ið má alls ekki vera að sinna
því á þeim tíma árs er helzt
skyldi. Á mjög fáum stöðum í
landinu fer þetta svo illa sam-
an, tími aðalbjargræðisins og
tími fræðslustarfs, sem í Vest-
mannaeyjum. Allir, sem vettl-
ingi gátu valdið, urðu að gera
sitt gagn og taka þátt í lífs-
baráttunni og auka bjargræð-
ið eftir föngum. Og þó að ár-
angur stritsins væri oft lítill,
þá var hugurinn bundinn því og
mátti ekki hvarfla til annars.
Séra Jón lýsti atvinnulífi
Eyjabúa um miðja öldina í fá-
um dráttum á þessa leið: „Frá
því með byrjun febrúarmánað-
ar hættir öll inni-vinna. Karl-
menn stunda þá sjóinn til ver-
tíðarloka (12. maí), og kven-
fólkið hirðir og gerir að með
þeim því, sem á land kemur,
og oft eingöngu, þegar í róðr-
um stendur. Eftir vertíðina