Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 12
10
B L I K
celona. Vildi hann fyrst og
fremst læra spænsku. 1 Barce-
lona dvaldist Bjarni fram að jól-
um 1955 ásamt nokkrum öðrum
ungum íslendingum, sem þar
stunduðu nám. Þegar hér var
komið skólagöngu hans, þjáðist
hann af vanlíðan. Læknar réðu
honum til að hverfa burt frá
Barcelona, þar sem sýnt var, að
hann þyldi ekki loftslagið. Fór
Þá Bjarni heim aftur til föður-
túna. Á vertíðinni 1956 stund-
aði hann ýmist sjó á trillu-
bát eða vann að framleiðslu-
störfunum í landi. Hann var
vinnugefinn og góður verkmað-
ur, eins og hann átti kyn til 1
báðar ættir.
Vorið 1956, 1. maí, réðist
Bjarni Ól. starfsmaður hjá bæj-
arsjóði Vestmannaeyja, vann á
skrifstofu hans. Þar vann hann
síðan til dauðadags.
Við kennarar Gagnfræðaskól-
ans veittum Bjarna Ól. Björns-
syni brátt athygli, sérstaklega
sökum hinnar prúðmannlegu
framkomu hans, Hún bar heimili
hans og foreldrum órækt vitni.
Bjarni Ól. Björnsson var hug-
rakkur fjallamaður og djarfur,
ef til vill um of. Hann hafði mik-
ið yndi af náttúrufræði og ósk-
aði einskis fremur en geta
stundað hana í tómstundum sín-
um. Það hafði hann gert síðustu
árin.
Bjarni unni Eyjunum, eins og
svo margir, sem þar alast upp.
Og hann gerði meir en unna
Eyjunum sínum. Hann óskaði
þess einlæglega að mega dvelj-
ast þar og starfa, helga þeim
starfskrafta sína. Það hafði
hann afráðið, þegar hann lézt.
Bjarni Ól. Björnsson var góð-
ur sonur, umhyggjusamur móð-
ur sinni og nærgætinn. Þannig
bróðir var hann einnig. Af hin-
um mörgu systkinum frá Ból-
staðarhlíð, 8 talsins, var Bjarni
einn eftir heima, enda yngstur
þeirra. Öll hin hafa stofnað sitt
eigið heimili og eru búsett í
Vestmannaeyjum.
Ágúst Markússon
Á sumrinu 1959 fannst okk-
ur Eyjabúum stutt stórra
högga milli, þegar sú sorgar-
fregn barst til okkar, að dauða-
slys hefði átt sér stað á v.b.
Þórunni, sem stundaði síldveið-
ar þá fyrir Norðurlandi. Það
var 10. júlí. Á bátnum var son-
ur skipstjórans, Ágúst, 16 ára
að aldri. Hann varð fyrir höfuð-
höggi við vinnu á bátnum og dó
af því.
Ágúst Markússon frá Ármóti
hér í Eyjum var fæddur 26.
júlí 1943. Hann var sonur hjón-
anna Auðar Ágústsdóttur smiðs
Jónssonar að Varmahlíð í Eyj-
um og Markúsar skipstjóra og
útgerðarm. Jónssonar smiðs að
Ármóti Gíslasonar snikkara, er
lengi bjó hér í Eyjum, bæði