Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 77
B L I K
75
öðrum kosti liti stjórnin á þá
beitusíld sem eign félagsins,
þegar það hefði greitt hana.
Þessi afstaða stjórnarinnar
gefur svolitla hugmynd um þá
erfiðleika, sem stjómin átti við
að etja í félagsskapnum. Sum-
ir útgerðarmennirnir pöntuðu
síld hjá félaginu, létu það
greiða hana, eða þá stundum
suma stjórnarmennina úr eigin
vasa þar sem rekstrarfé skorti
gjörsamlega, og endurgreiddu
síðan aðeins það, sem þeir not-
uðu og knapplega stundum.
Skemmdist þessi síld þeirra í
húsinu t.d. sökum skorts á ís,
en sá skortur var jafnan yfir-
vofandi sökum hinnar mildu
vetrarveðráttu í Eyjum og
vöntunar á mannafla við ís-
námið á vertíð, þá skyldi Is-
félagið bera hallann.
Nokkur tæknilegur galli
hafði komið fram á gerð fryst-
isins í íshúsinu, svo að á fyrsta
starfsári þess skemmdist tölu-
vert af síld í því. Nokkur ó-
ánægja og kurr varð í félags-
skapnum vegna þessa, því að
félagið beið auðvitað tjón af
skemmdunum. Til þess að
vinna upp þann halla var á
aðalfundi félagsins í febrúar
1904 samþykkt að hækka síld-
arverðið úr 16 aurum pundið
í 20 aura. Þá kvartaði stjórnin,
hve miklum erfiðleikum það
væri bundið að ná saman næg-
um mannafla til þess að sækja
snjó eða ís og flytja í húsið á
vertíð, þegar tækifærin byð-
ust að öðru leyti. Var því
stjórninni falið að ná samn-
ingum við útgerðarmenn um
hjálp í því starfi, sem var
grundvallarskilyrði þess að
geta starfrækt frosthúsið.
Jafnframt ályktaði fundur
þessi, að rétt mundi, að félagið
léti byggja snjókofa í námunda
við íshúsið og safna í hann
snjó á vetrum til þess að
drýgja ísinn.
ísfélagið átti nú í miklum
fjárhagslegum erfiðleikum, og
vildu félagsmenn reyna að sigr-
ast á þeim með því að 'fjölga
hlutum í félaginu úr 145 í 160
eða auka hlutafé þess úr kr.
3625,00 í kr. 4000,00.
Vegna óánægju innan félags-
ins sökum fjárhagsörðugleika
og svo mistaka, sem félags-
menn vildu saka stjórnina um,
óskuðu þeir Árni Filippusson
og Sigurður Sigurfinnsson ekki
að vera endurkosnir í stjórnina
á aðalfundinum 1904. Þá hlutu
þessir menn sæti í stjórn fé-
lagsins: Gísli J. Johnsen, kaup-
maður, sem stjórnin kaus síðan
formann Isfélagsins, Gísli Lár-
usson, útgerðarmaður í Stakka-
gerði, sem varð varaformaður,
Magnús Guðmundsson, útgerð-
armaður á Vesturhúsum, sem
varð ritari, Anton Bjarnasen,
verzlunarstjóri, gjaldkeri sem
áður, og meðstjórnandi Jón