Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 25
B L I K
23
Skýrslur þessar taka yfir
megin þeirra ára, er þeir störf-
uðu í Eyjum prestamir séra
Jón Austmann og séra Brynj-
ólfur Jónsson.
Séra Jón Austmann fermdi
flest börnin 14 ára gömul en
þó nokkur 15 eða 16 ára. Hann
mun hafa húsvitjað einu sinni
og tvisvar á vetri, kannað þá
kunnáttu barnanna og ung-
linganna og greitt fyrir þeim
og foreldrunum og öðrum að-
standendum þeirra um kaup á
bókum, sérstaklega guðsorða-
bókum. Presturinn getur þess
stöku sinnum, að sumir ung-
lingarnir hafi notið kennslu
foreldra eða fósturforeldra allt
að 7 árum fyrir fermingu og
fræðslu prestsins í 2—4 ár.
Örsjaldan fermdi hann 17 og
18 ára ungmenni í prestskapar-
tíð sinni. Hann lagði ríkt á
það við börnin, að þau lærðu
hið lögboðna Balles lærdóms-
kver vel utanað, og Biblíusögur
jafnframt bæði úr Nýja- og
Gamlatestamentinu. Þær mun
hann hafa sagt þeim frá eigin
brjósti, því að engar sérstakar
Biblíusögur voru til prentaðar
á íslenzku í tíð séra Jóns Aust-
manns. Hins vegar voru dæmi
þess, að börn útlendinga (Dana
og Norðmanna) lærðu Balles-
kverið á dönsku og með þeim
Biblíusögur úr báðum testa-
mentunum, líka á dönsku. Ball-
es-lærdómskver „var mjög vel
samið á sinni tíð“, segir séra
Jónas Jónasson um það. Við
Balles-kverið voru til „spurs-
mál“ tekin saman af íslenzkum
presti, lítið notuð.
Ekki er mér kunnugt um
heimildir fyrir því, hvaða staf-
rófskver voru helzt notuð í
Eyjum í tíð séra Jóns Aust-
manns eða fyrir hans preststíð.
Hinsvegar þykir mér rétt að
geta þeirra stafrófskvera hér,
sem til greina gátu komið til
að nota við lestrarkennsluna.
Á 18. öld voru gefin út hér á
landi þrjú stafrófskver, tvö á
Hólum, 1776 og 1779, og eitt
í Hrappsey 1782. Síðan kemur
út stafrófskver, líklega 1811,
og heitir það „Stafrófs-Tafla".
Það mun hafa verið prentað í
Leirárgörðum. Árið 1817 kem-
ur út stafrófskverið „Bama-
gull“ eftir séra Bjarna Am-
grímsson. „Stutt stafrófs-Qver,
ásamt Lúthers Litlu Fræðum
með borðsálmum og Bænum.
Kom út í Viðeyjarklaustri 1824.
„Lestrarkver handa heldri
manna börnum“ kom út 1830.
Og 23 ámm síðar 1853 kom út
„Nýtt Stafrófskver handa
Minni manna börnum“. Ári síð-
ar komu út tvö stafrófskver,
annað prentað á Akureyri en
hitt í Kaupmannahöfn.1)
Hvað af þessum stafrófs-
’) Saga Alþýðufræðslunnar á ís-
landi eftir Gunnar M. Magnúss,
bls. 64—68.