Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 145
B L I K
143
Býsna lengi bjó í Nýborg
Ólafur skáld Magnússon frá Vil-
borgarstöðum og lézt þar fyrir
nokkrum árum. Ólafur var snill-
ings sjómaður og afbragðs for-
maður, en hætti formennsku
eftir að hafa misst af sér einn
mann við Klettsnef í róðri.
Hann var einn af þessum mönn-
um, sem kallaður var netfisk-
inn, enda brást honum aldrei
fiskur. Hann stundaði sjóinn
fram til síðustu æviára. Hagyrð-
ingur var Óli ágætur, og eru
margar vísur hans með snilldar-
brag alþýðuskáldsins, sem lifa
munu um ókomin ár, og bera
óræka sönnun skáldskapargáfu
hans, enda þótt hann, eins og
hann sjálfur segir: „Hefir Óli
aldrei í Edduskóla gengið.“
Nokkuð hefir birzt á prenti af
kveðskap Ólafs, en mest af hon-
um mun þó hafa glatazt, er
hann. að sögn, brenndi syrpu
sína skömmu fyrir andlát sitt.
Sem sýnishorn set ég hér:
Heyrðu, kæri korða-ver,
komdu nær og sjáðu hér,
það eru tvær að tína ber,
tækifærið hentugt er.
Pian kokka puntaða
pilt vill lokka án trega
Honum smokka hárauða
hún gaf þokkalega.
Grænum móa gekk ég á
gleðin bjó þar staka
ungan spóa ég þar sá
yfir lóu vaka.
En þrátt fyrir ljóðagerð Ólafs
hafði hann ekki gert vísuna um
Guddu gömlu og fór mér nú ekki
að lítast á blikuna. Hélt ég, að
aldrei mundi mér takast að hafa
upp á höfundi hennar sem og
áframhaldi vísunnar. En þegar
verst gekk, kom einn vistmaður
Sigurðar Sveinssonar í leitirn-
ar, já, og meira að segja systir
hans líka og bæði snilldarvel
hagmælt. Hún hét Guðrún og
var Gísladóttir skálds frá Felli
í Mýrdal Thorarensen.
Hennar getur í vísunni frá
Nýborg, hvar segir:
Eg þó hrasi öls við glas,
aðrir þrasið kunna,
„saman masa málafjas,
Matthías og Gunna.“
Guðrún var bæði hraðkvæð og
fríkvæð og lét aldrei knésetja
sig í orðaleik. Var sagt, að fáir
sæktu gull í greipar henni. Hún
var fríð stúlka og fönguleg, en
ekki hafði hún gert vísuna um
Guddu.
En þá var að finna sagnir af
bróður íhennar, sem var Páll
Gíslason vinnumaður Sigurðar
í Nýborg. Hann var góður hag-
yrðingur en þótti nokkuð níð-
skældinn, sérlega ef hann var
kenndur. Hann hafði verið fríð-
ur maður, stór og föngulegur,
gefinn vel, svipmikill. en hélt um
of af gamla Bakkusi konungi.
Varð hann þá stundum nokkuð
stirfinn í umgengni. Ekki mun
samkomulag þeirra Sigurðar
húsbónda hans hafa verið sem