Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 87
Snyrting
Rigningin buldi á rúðunum,
og ég varð þess vegna að dúsa
inni allan daginn.
Mamma hafði farið í bæinn,
svo að ég var látin vera heima
hjá systur minni. Svo kom ein-
hver vinkona hennar í heim-
sókn. Þær tóku tal saman inni
í herbergi systur minnar og mér
var svo sem ofaukið, því að ég
var smábarn. Þó fannst mér ég
ekkert barn vera, því að ég
var orðin 6 ára. Ég ætlaði líka
að sýna þeim það, stássmeyjun-
um þarna inni í svefnherberginu
hennar systur minnar, að ég var
ekkert smábarn lengur, heldur
gat ég staðið þeim á sporði.
Ég hafði oft séð mömmu og
eldri systur mína vera að snyrta
sig til inni í snyrtiherberginu.
Þegar ég skyggndist þar um
eftir fegurðarlyfjum, sá ég, að
ég var of lág í loftinu til þess að
ná upp í skápinn, sem þau voru
geymd í. Ég sótti því tvo eld-
húskolla og setti þá hvorn upp
á annan. Síðan klifraði ég upp.
I skápnum var margt að sjá.
Þar var púðurdós, varalitur,
naglalakk, augnabrúnalitur og
ýmislegt fleira þess kyns.
Fyrst tók ég púðurdósina og
setti hana á stólinn, sem ég
stóð á. Síðan tók ég fram allt,
sem mér datt í hug, að ég þyrfti
að nota til þess að verða eins og
,,dama“.
Svo hófst snyrtingin. Fyrst
púðraði ég mig. Þegar ég opn-
aði púðurdósina, hallaðist hún,
svo að helmingur af duftinu,
sem í henni var, fór á stólinn og
gólfið. — Þegar púðruninni var
lokið, tók ég til að mála var-
irnar og augnabrúnirnar. Þeg-
ar ég svo leit í spegilinn, fannst
mér ótrúlegt að þetta væri ég
sjálf. Mér flaug 1 hug, að ein-
hver stæði fyrir aftan mig. Ég
leit því við, en þar var enginn.
Þetta hlaut þá að vera ég sjálf!
Þó þótti mér það næsta ótrú-
legt. Augnabrúnirnar voru t.d.
miklu stærri en þær áttu að sér
að vera. Munnurinn var alveg
óskaplegur. Varirnar voru svo
þykkar, að neðri vörin náði nið-