Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 39
B L I K
37
fyllst að biðja hin háu stiftyfir-
völd að beita hinu mikla áhrifa-
valdi sínu við ríkisstjórnina til
stuðnings þessum tilmælum
mínum og þessu sérstaka vel-
ferðarmáli Vestmannaeyinga,
svo að þessi áætlaði árlegi mis-
munur, 200 ríkisdalir, mættu
verða góðfúslega greiddir Vest-
mannaeyjahreppi til stofnunar
barnaskólans og nauðsynlegs
reksturs".
Þegar hér var komið sögu,
höfðu 12 undanfarin ár verið
hin mestu fiskileysisár í Vest-
mannaeyjum og nú sumarið
1868 hallæri fyrir dyrum. Það
sannar bréf sveitarstjórnar
Vestm.eyja til stiftamtmanns
dags. 26. júní um sumarið. Þar
er sögð yfirvofandi neyð í Eyj-
um sökum fátæktar og skorts.
Voru þá ekki færri en 40 fá-
tæklingar á algjörri framfærslu
sveitarinnar eða rúmlega 7 af
hundraði Eyjabúa.
1 sama mánuði skrifaði Þor-
steinn Jónsson, héraðslæknir í
Eyjum, stiftyfirvöldunum bréf
og falaðist eftir húsinu, sem
Schleisner lét byggja (Stiftels-
inu) til kaups, vildi eignast það
til íbúðar. Þessi beiðni læknisins
fór því illa í bága við tillögu
sýslumanns um að gera bygg-
ingu þessa að barnaskólahúsi.
Það er því þrennt, sem veld-
ur því, að stiftsyfirvöldin kippa
að sér hendinni í barnaskóla-
málinu og velta vöngum: I
fyrsta lagi hafði sýslumaður á-
ætlað árlegan rekstrarkostnað
skólans 280 ríkisdali, síðar 350.
I öðru lagi hafði sýslan beðið
um aðstoð hins opinbera til
framfærslu hreppnum, sem átti
að sjá um rekstur skólans. I
þriðja lagi falaði nú embættis-
maður ríkisins, læknirinn, sem
var í húsnæðishraki í Eyjum,
hið fyrirhugaða skólahús til
kaups handa sér til íbúðar.
Stiftsyfirvöldin senda nú
sýslumanninum bréf læknisins
til umsagnar. Bjarni sýslumað-
ur svarar því með bréfi dagsettu
25. júní 1868, og birtist það hér
orði til orðs, eins og sýslumaður
stílaði það.
„I háttvirtu bréfi af 6. þ. m.
hafið þér, herra stiftamtmaður,
í tilefni af hjálögðu bréfi lækn-
isins í Vestmannaeyjum, hvar
hann fer þess á leit, að hann
fyrir milligöngu yðar Hávelbor-
inheita mætti fá til kaups hús
það, er á sínurn (tíma) hér á
eyju var byggt að mestu leyti á
kostnað stjórnarinnar handa
barnssængurkonum til varnar
hinum hættulega. barnasjúk-
dómi, er nefnist „Ginklofi“, ósk-
ar þess, að ég, áður en í því
efni væri frekar aðgjört, léti í
ljósi álit mitt um þetta erindi
héraðslæknisins. I þessu efni
leyfi ég mér nú að geta þess, að
þegar ég fyrst í bréfi mínu 29.
nóv. 1866 kom fram með uppá-
stungu mína til stjórnarinnar