Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 118
116
B L I K
ekki borizt neinar trúarhrær-
ingar utan úr heimi, og sóknar-
presturinn þar, er var heittrú-
armaður á gamla vísu, stóð
fast um hjörð sína. Var sízt að
furða, þótt honum og mörgum
öðrum yrði bilt við, er mor-
mónatrúboðarnir tóku að boða
þar trú sína. Þegar fyrstu
Eyjahjónin voru skírð til mor-
mónatrúar, ætlaði allt um koll
að keyra.
Hjón þessi voru Benedikt
Hannesson og Ragnhildur Stef-
ánsdóttir í Kastala, bæði ættuð
af landi, Benedikt úr Fljóts-
hlíðinni og Ragnhildur austan
úr Skaftafellssýslu. Hjónin
voru skírð dýfingarskírn, svo
sem vera bar, í sjávarlóni, lík-
lega í Klöppunum niður í Sandi,
Nýjabæjarlóni eða Stokkalóni,
og skírnin farið fram að nætur-
lagi. Vegna þess hve mikill
styr varð út af þessu, var
skírnarathöfnin sjálf færð
seinna til fjarlægari staða,
langt út á Eyju. Mormónapoll-
ur svo kallaður var suður við
Brimurð og annar, sem kunn-
ugt er um, milli sjávarklett-
anna við Torfmýri.
Háyfirvöldin í Reykjavík
svöruðu bréfum sóknarprests
og sýslumanns um hæl með
sendimanni séra Jóns Aust-
manns. Hvorki biskup, er þá
var Helgi Thordersen, eða stipt-
amtmaður Trampe greifi taka
málið sérlega alvarlega. Telur
Trampe óþarft að gjöra nokkr-
ar sérstakar ráðstafanir, með-
an þessir menn brjóti ekki bein-
línis landslögin, en sýslumað-
ur skuli vera vel á verði. Bisk-
up leggur lítið til málanna, en
er þó með hvatningarorð til
sóknarprestsins, en þess var
sízt þörf, því að mjög hafði
séra Jón lagt sig fram um að
fá kveðið niður mormónskuna
í Eyjum. Fari hinir svoköll-
uðu „heilögu“ að framkvæma
prestsleg embættisverk, þá
skuli prestur ekki undanfella að
tilkynna það verzlegum yfir-
völdum án tafar.
Áður en næstu skrif gengu á
milli. höfðu þeir atburðir gerzt,
er höfðu alveg gagnger áhrif á
þessi mál. Það var „umvendan
Þórarins", eða afturhvarf frá
nýju trúnni. Verður þessu lýst
hér nokkru nánar, en háyfir-
völdunum mun hafa virzt, er
fregnir bárust hér um í seinni
bréfum og annað, er var að ger-
ast, sem nú væri bjöminn unn-
inn og mormónatrúin kveðin
niður. En það var þó ekki nema
i bili. Hér höfðu menn ekki ver-
ið aðgerðarlausir. Undirskrift-
um var safnað undir kærur á
hendur mormónum með nær
300 (284) nöfnum og tilnefnd-
ir þeir menn og konur, er skrif-
uðu eigi undir. Voru það Lopt-
ur Jónsson í Þorlaugargerði, er
seinna gerðist mormóni, og Jón
Símonarson bóndi í Gvendar-