Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 49
B L I K
47
Við vorum 8 saman í hóp á
góðum hesturn í rigningu og
leiðindaveðri. Við lögðum af
stað frá Vík í Mýrdal um há-
degið, sex karlmenn og tvær
stúlkur. Á leiðinni austur áðum
við hjá sæluhúsinu í Hafursey.
Þar voru töskurnar opnaðar,
snætt og drukkið, meðal ann-
ars var þar drukkið vín. Allir
drukku, stúlkurnar líka, enda
báðar veraldarvanar.“ — ,,Þú
hefur þó ekki drukkið þar vín,“
leyfði ég mér að skjóta inn í
frásögnina hjá Tóta. „Sagðist
þú ekki hafa þá verið í stúk-
unni Sunnu?“
Tóti varð hikandi. ,,Ek-ek
dreypti á því aðeins, með þeirri
vissu, að landhelgi Sunnu næði
ekki austur að Hafursey.“ •—
Svo tjáir Tóti mér, að ferð
þessi híafi ent mdð því, að
tveir úr hópnum hafi dottið af
baki og Bakkus velt þeim upp
úr forarpollum og leirflögum.
Þannig útleiknir voru þeir við
kirkjuvígsluna og sátu inni í
kór, eins og vera bar, því að
þetta voru tveir skriftlærðir
sveitarhöf ðing j ar.
Nú er Tóti húseigandi í Vík
í Mýrdal. Býr þar í einsetu við
góðan orstír. Hér vinnur hann
á vertíð og þykir drjúgur
verkmaður. Það er verkstjór-
um hér sómi og lof, að þeir
líða ekki gárungum að hafa
Tóta að skotspæni. Tóti er
trúr í störfum og vinur vina
sinna, heill og í rauninni ham-
ingjunnar bam, ef litið er
dýpra og út fyrir hinn „skamm-
sýna, markaða baug.
Þ. Þ. v.
Rotaryklúbbur Vest-
mannaeyja
Þann 10. des. 1959 bauð Rotary-
klúbbur Vestmannaeyja nemendum
4. bekkjar Gagnfræðaskólans ásamt
skólastjóra til kaffidrykkju í Ako-
geshúsinu.
Forseti klúbbsins, Sigurður Ola-
son forstjóri, stýrði hófi þessu, sem
fór í alla staði vel fram og var hið
ánægjulegasta. Þessir Rotaryfélag-
ar tóku til máls og kynntu störf
og stefna Rotaryklúbbanna, er
þjóna alþjóðahreyfingu, svo sem
kunnugt er: Forseti Sigurður Ola-
son, Stefán Árnason, yfirlögreglu-
þjónn, Martin Tómasson, kaup-
maður, Sigurður Finnsson, skóla-
stjóri og Gunnar Sigurmundsson,
prentsmiðjustjóri. Oddgeir Krist-
jónsson, stjórnandi Lúðrasveitar
Vestmannaeyja, sýndi skuggamynd-
ir, sem hann tók á ferð sinni með
félaga Lúðrasveitarinnar um ýmis
lönd sumarið 1959.
Brynja Hlíðar gagnfræðanemi
þakkaði Rotaryklúbbnum fyrir
boðið, fyrir þá velvild og hlý-
hug, sem hann hefur sýnt nemend-
um og skólanum með þessum boð-
um sínum s.l. tvö ár.
Boð inni
Miðvikudaginn 16. des. s.l. hafði
Gagnfræðaskólinn boð inni fyrir
Fræðsluráðs- og Bæjarráðsmeðlimi
svo og kennara skólans í tilefni
þess, að matreiðslukennsla er hafin
í stofnuninni. Eldhús skólans er
eitt hið fullkomnasta sinnar teg-
undar hér á landi.