Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 170
168
B L I K
1888 skrifar Þorsteinn læknir
sýslunefnd og tjáir henni þau
vandræði, að konur fáist ekki
til að láta sækja Þórönnu til
sín, heldur hvíli mest allt starf-
ið á Önnu Benediktsdóttur.
Fyrir það hafi hún hálf iaun
en hin hinn helminginn laun-
anna fyrir ekkert starf. Segir
læknirinn, að með þessum hætti
hljóti Þóranna að gleyma ljós-
móðurfræðinni og verða óhæf
til þeirra starfa, þegar hún taki
að öllu leyti við af Önnu Bene-
diktsdóttur.
Sýslunefndin tók þetta vanda-
mál fyrir á fundi 8. ágúst um
sumarið. Oddviti nefndarinnar,
Aagaard sýslumaður, lagði þar
fram frumvarp að reglugjörð
um rétt ljósmæðra í Eyjum til
að „neita kalli“. Hvor hinna
tveggja ljósmæðra skyldi aðeins
skyldug til að „þjóna við ann-
anhvom barnsburð nema í
löglegum forföllum hinnar.“
Reglugjörð þessi skyldi sem sé
tryggja Þórönnu starf að hálfu
við Önnu.
Séra Stefán Thordersen,
sóknarprestur, og Gísli Stefáns-
son bóndi í Hlíðarhúsum gátu
ekki fallizt á fmmvarp þetta
eða þessi ákvæði, og féll svo
mál þetta niður. Hinsvegar af-
greiddi sýslunefndin mál þetta
þannig að þessu sinni, að hún
veitti 20 króna árlegt viðbótar-
framlag úr sýslusjóði til Ijós-
mæðranna, og skyldu þær krón-
ur vera árslaun Þórönnu, en
Anna hafa hin árslaunin öll,
kr. 60,00.
Fyrir sýslunefndarfundi 7.
sept. 1894 lá bréf frá Önnu
Benediktsdóttur, þar sem hún
óskaði viðbót launa. Hallæri var
þá framundan í Eyjum vegna
aflaleysis og óþurrka. Á þess-
um fundi lætur sýslunefnd þess
getið, að misráðið hafi verið að
ráða tvær yfirsetukonur í sveit-
arfélaginu og vill skora á Þór-
önnu að segja af sér. Að öllum
líkindum hefur Þorsteinn lækn-
ir hindrað það, að Þóranna
færi að þeim óskum sýslunefnd-
ar, því að Anna tók nú að eld-
ast fast og eiga æ erfiðara með
að sinna öllum köllum og vana-
festu barnshafandi kvenna í
Eyjum. Sá tími var skammt
undan, að konur 1 Eyjum lærðu
að meta að verðleikum hæfi-
leika Þórönnu Ingimundardótt-
ur í Ijósmóðurstarfinu. Störfin
færðust nú æ meir á hennar
herðar og var hún síðan Ijós-
móðir í Eyjum við mjög góðan
orðstír um 30 ára skeið eða þar
til 1924 að Þórunn Jónsdóttir
tók við af henni og var skipuð
ljósmóðir í Vestmannaeyjum.
•
Svo sem áður er á drepið, þá
eignuðust þau barn saman 1884
Sigurður og Þóranna. Ekki
verður annað vitað, en að Sig-
urður hafi frá þeim tíma ætlað