Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 114
112
B L I K
ur hér á Kirkjubæ, séra Páll
Jónsson skáldi. Oddur og Ing-
veldur bjuggu á Kirkjubæ og
þar dó Oddur, 27. jan. 1837, úr
holdsveiki. Ingveldur ekkja
hans bjó áfram á Kirkjubæ og
sonur þeirra Magnús með henni
um tíma. Magnús var tvíkvænt-
ur, hann var skipherra og hafn-
sögumaður, gerðarmaður, dug-
mikill og kappgjarn. Magnús
Oddsson á Kirkjubæ var með
þilskipið Helgu, er fórst í apríl
1867 með allri áhöfn, 6 manns.
Dóttir Magnúsar og seinni konu
hans Margrétar Magnúsdóttur,
móðursystur Erlendar Árnason-
ar á Gilsbakka, var Magnússína,
er var í Frydendal með móður
sinni, fór síðar austur á firði
og giftist þar. Sonur hennar og
Tómasar Ólafssonar 1 Nýborg
er Magnús Tómasson, formaður
og sjósóknari mikill á Hrafna-
björgum í Eyjum. Hálfbróðir
hans var Ólafur Tómass. Ólafs-
sonar og Steinunnarlsaksdóttur
í Isakshúsi, komst til Spánar og
kvæntist þar og stundaði þaðan
fiskveiðar. Drukknaði fyrir all-
mörgum árum. Magnússína
Magnúsdóttir var mjög gerðar-
leg kona og sópaði að henni.
Hún kom sér mjög vel, var hús-
bóndaholl og trygglynd. Hún
dó fyrir fáum árum í sjúkra-
húsinu í Neskaupstað.
Þórarinn og Þuríður bjuggu
í Sjólyst hinn stutta samveru-
tíma sinn og var Ingveldur
Magnúsdóttir, tengdamóðir
Þórarins, hjá þeim. Á næsta
hausti hefur Þórarinn brugðið
sér til Danmerkur á ný, að vísu
sést utanfarar hans ekki getið
fremur nú en áður í kirkjubók-
inni, og er sennilegt, að hann
hafi ráðizt sem háseti á skip og
ætlað sér að koma hið bráðasta
aftur. Heim kemur hann vorið
1851, líklega í aprílmánuði, eftir
vetrardvöl í Danmörku. Auð-
sætt er, að Þórarinn hefur
kynnzt og aðhyllzt mormóna-
trú, meðan hann var í fyrra
sinnið í Kaupmannahöfn. Enda
þótt opinbert trúboð væri ekki
hafið þar fyrr en 1850, hafa
ýmsir danskir Ameríkiunenn
verið búnir að taka trúna og
skrifað heim um ágæti hennar
eða komið sjálfir og prédikað
fyrir fólki, þó eigi væri þeir lög-
giltir trúboðar. Þórarinn mun
ekki hafa látið mikið uppi um
hug sinn í fyrstu, eftir að hann
kom heim í fyrra sinnið. En
undarlega fljótt bregður hann
við, eftir hvatningu frá Guð-
mundi Guðmundssyni, að því er
ætla má í bréfum, er ennþá
dvaldist í Danmörku. En með
komu ameríska trúboðans E.
Snow til Danmerkur 1850, var
hægt að öðlast skírn. I þeim
erindum og til að fræðast betur
fer Þórarinn utan aftur.
Þegar Þórarinn kom heim,
hafði hann í höndum köllunar-
bréf til mormónaprests í Kaup-