Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 124
122
B L I K
Kærði Baumann hann fyrir að
hafa blandað sér í embættis-
verk presta. Þegar Þórarinn
kom heim úr úteynni, mætti
hann við réttarrannsóknina hjá
Baumann. Hér gilti auðvitað
fullkomið trúarbragðafrelsi.
Samt virtust yfirvöldin, og það
jafnvel þau hæstu, í fyrstu
ekki vera alveg á því hreina
með, hvernig við skyldi snúast,
en þeirri skoðun haldið fram,
órökstuddri þó, að trúboðar
mormóna mættu ekki inna af
höndum embættisverk. Fljót-
lega var þó frá þessu horfið.
Frá 1853 tóku mormónar hér
að skíra sína opinberlega.
23. júní fór yfirheyrslan yfir
Þórarni fram. Lofaði hann að
hafast ekkert framar að. En
víst er, að hann var alveg hætt-
ur að vinna að trúboðinu opin-
berlega. Um þessar mundir var
Guðmundur Guðmundsson far-
inn úr Eyjum og eigi verður
séð, að hann hafi unnið opin-
skátt að útbreiðslu mormóna-
trúar hér, eftir að Þórarinn
hætti. En hann bjó hjá Lopti
í Þorlaugargerði og var talið,
að þar hafi verið haldnar trú-
arsamkomur á laun.
Þórarinn Hafliðason átti nú
skammt eftir ólifað. Hann hefir
verið bundinn við smíðar, ef til
vill við beykisstörf, og eigi
stundað sjóinn að staðaldri á
vetrarvertíð, en róið á báti sín-
um, er hann hefir átt einn eða
í félagi með öðrum, þegar tæki-
færi gafst. Hinn 6. marz 1852
fer hann í fiskiróður á smá-
fleytu sinni við fjórða mann,
en báturinn kom ekki heim að
kvöldi og mun hafa farizt í
rúmsjó með áhöfn sinni, 4
mönnum, og spurðist aldrei
framar til báts né manna.*
Mannskaði mikill var að þess-
um ungu mönnum og ekki sízt
að Þórarni, er vitað var, að var
vel gefinn og dugandi maður.
Óvíst er þó, hvort Eyjabúar
hefðu notið hans lengi, þótt
honum hefði orðið lengra lífs
auðið, því að sennilega hefði
hann farið til Ameríku, eins og
hinir mormónarnir, sem raunin
varð á, því að naumast var
þeim vært heima 1 Eyjum og
æði lokkandi að fara til sól-
skinslandsins Utah. Þar stóðu
að minnsta kosti fyrstu inn-
* Með Þórarni fórust þrír ungir
Skaftfellingar. Þeir voru þessir:
1. ísleifur Pálsson, 22 ára. Hann
var afabróðir Lárusar Pálssonar
leikara.
2. Jóhannes Ófeigsson, sem var
bróðir Katrínar Ófeigsdóttur,
móðurömmu Karls Einarssonar,
fyrrum sýslumanns og bæjarfó-
geta í Vestmannaeyjum.
3. Ingimundur Einarsson (23 ára),
fyrirvinna í Ömpuhjalli (síðar
Mandal) hjá ekkjunni Guðnýju
Erasmusdóttur, merkrar konu, er
síðar fór til Utah (1857). Ingi"
mundur Einarsson fluttist ung-
ur austan af Síðu. Hann var
ömmubróðir (hálfbróðir) Vil'
mundar Jónssonar landlæknis.