Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 66
64
B L I K
ir sjálfan sig og aðra. Enginn hlut-
hafi má greiða atkvæði í þeim mál-
um, sem snerta sérstaklega hags-
muni sjálfs hans gagnvart félaginu.
8. gr.
Aðalfundur ræður og úrskurðar:
a) Skýrslu félagsstjórnarinnar um
hag félagsins og framkvæmdir
á umliðnu almanaks-ári ásamt
endurskoðuðum reikningi þess.
b Tillögur um störf félagsins á
hinu nýbyrjaða ári
c) Hvort greiða skuli hlutamönn-
um vexti fyrir hið umliðna ár
og hve háa.
9. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð þrem
hluthöfum, sem kosnir eru á aðal-
fundi ár hvert og heimili eiga í
Vestmannaeyjum. Svo skal kjósa
einn mann til vara, er kemur 1
stað þess er fatlast eða flytur bú-
stað sinn. Stjórnin skiptir með sér
störfum og ræður öllum félagsmál-
um milli funda. Hún heldur gjörða-
bók og ritar í hana lög félagsins
og lagabreytingar ásamt hinu
helzta, er gjörist á fundum hennar.
Ennfremur skal í bók þessa rita
fundargjörðir félagsins. Stjórnin
heldur hlutaskrá félagsins og geym-
ir skjalasafn þess. Afl atkvæða
ræður í stjórninni, en borið getur
hún ágreining sinn undir aðalfund
eða aukafundj er sker úr málum.
Félagsstjórnin fær sanngjarna
þóknun fyrir starfa sinn, er aðal-
fundur ár hvert ákveður.
10. gr.
Aðalfundur kýs árlega 2 yfir-
skoðunarmenn og 1 vara-yfirskoð-
unarmann, er rannsaka skulu árs-
reikninga og hagskýrslu félagsins,
er stjórnin skal hafa sent þeim 10
dögum fyrir aðalfund, og skulu
skriflegar athugasemdir þeirra
sendar stjórn félagsins 3 dögum
fyrir fundinn, en hún leggur þær
síðan fyrir fundinn með svörum
sínum.
11. gr.
Nú vill meiri hluti félagsmanna
þeirra, er á fundi mæta, breyta
lögum félagsins eða sundra félag-
inu, skal þá boða til nýs fundar
með 14 daga fyrirvara, og skal í
fundarboðinu tekið fram ákvæði
síðasta fundar þar að lútandi.
Verði lagabreytingin eða félags-
slitin samþykkt á þeim fundi með
2/3 atkvæða, er það málefni þar
með til lykta leitt. Sé samþykkt
að slíta félaginu, gerir sami fundur
ráðstöfun fyrir eigum þess og
skuldum.
12. gr.
Bráðabirgðaf yrirmæli:
Hluthafar greiða 3/5 tillags síns
fyrir 31. des. 1901, en afgang þess
fyrir júlímánaðarlok 1902, að við-
lögðum burtrekstri úr félaginu, og
rennur það, er goldið kann að vera
upp í hlutinn, í sjóð félagsins.
Svo var þá fyrsta stjóm fé-
lagsins kosin, og hlutu kosn-
ingu í hana þessir menn: Þor-
steinn Jónsson, héraðslæknir
með 35 atkvæðum; Ámi Filipp-
usson, bókari með 33 atkvæð-
um; Gísli J. Johnsen, verzlun-
armaður með 23 atkvæðum (þá
tvítugur að aldri). Varamaður:
Magnús Guðmundsson, útvegs-
bóndi, Vesturhúsum, með 20
atkvæðum. Endurskoðendur:
Anton Bjarnasen, verzlunarstj.
og Sigurður Sigurfinnsson,
hreppstjóri. Varaendurskoð-
andi: Magnús Jónsson, sýslu-
maður.
Þegar eftir fund þennan hélt