Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 42
40
B L I K
Meðan Bjarni E. Magnússon
var sýslumaður í Vestmanna-
eyjum, bjó hann í gamla emb-
ættismannabústaðnum, Nöj-
somhed. Um hús þetta sagði
sýslumaður í bréfi til stiftsyfir-
valdanna 1866, að það væri
naumast íbúðarfært, því að það
héldi hvorki vindi né vatni. Þá
kvað hann sér þó naumast fært
að byggja yfir sig og fjölskyldu
sína íbúðarhús sökum fátæktar.
Það er freistandi að álykta, að
örlög skólahugsjónarinnar og
húsnæðisvandræði sýslumanns-
ins hafi valdið því, að þessi á-
gæti og röggsami embættismað-
ur og fórnfúsi hugsjónamaður
hvarf von bráðar úr Eyjum og
gerðist sýslumaður Húnvetn-
inga. (D. 25. maí 1876).
í „Kennaratali á Islandi“ er
það fullyrt, að Páll Pálsson
Jökull hafi stundað barna-
kennslu í Vestmannaeyjum á
árunum 1860—1870. Fullvíst er,
að síðari hluta þessa áratugs
stundaði Páll Jökull nám í
Lærðaskólanum í Reykjavík.
Sögusagnir herma, að hann
hafi rekið barnaskóla sinn í
Eyjum í húsinu Jomsborg. Mér
hefur ekki lánazt að finna
óyggjandi heimildir um þessa
bamakennslu Páls Pálssonar á
áratugnum 1860—1870. Hins
vegar getur þess í kirkjubók,
að árið 1874 flytji til Eyja Páll
Pálsson barnakennari. Hann
var til húsa í Jómsborg, Árið
eftir flytur Páll barnakennari
aftur frá Eyjum. Mjög miklar
líkur eru til, að hér sé um Pál
Jökul Pálsson að ræða. Mér
eru ekki kunnar neinar sann-
anir fyrir þvi, að Páll þessi hafi
stundað barnakennslu í Eyjum,
nema þá þær, ef sannanir
skyldi kalla, að hann er titlað-
ur barnakennari. Sama ár er
Páll Pálsson skráður í meðlima-
skrá Lestrarfélags Vestmanna-
eyja.
Haustði 1879 kom fram á Al-
þingi frumvarp til laga um
aukna fræðslu barna í skrift og
reikningi. Þetta frumvarp varð
að lögum og hlaut staðfestingu
9. jan. 1880.
LÖG um uppfræðing barna í skrift
og reikning.
(Lög nr. 2, 9. jan. 1880).
1. gr.
Auk þeirrar uppfræðsluskyldu,
sem prestar hafa, skulu þeir sjá um,
að öll börn, sem til þess eru hæf
að áliti prests og meðhjálpara, læri
að skrifa og reikna.
2. gr.
Reikningskennsla skal að minnsta
kosti ná yfir samlagning, frá-
dragning, margföldun og deiling í
í heilum tölum og tugabrotum.
3. gr.
Rita skal prestur árlega 1 hús-
vitjunarbókina álit sitt um kunn-
áttu hvers barns í skrift og reikn-
ing, sem og um hæfileika þess til
bóknáms, og skal prófastur í skoð-