Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 142
140
B L I K
hugavert við viðumefni sitt.
Hann vissi, að það var franskt
orð, sem þýðir fallegur, og var
ánægður með nafngiftina. Siggi
karlinn bonn gerði stundum vís-
ur og bragi, svo að jafnvel hér-
aðsfleygt varð. Þó gat ekkert af
því kallazt skáldskapur. Allir
kannast t. d. við
Bryde er kominn, býst ég við,
bragnar mega sjá hann
með báða syni sína og sig
sitt hús lætur prýða hér.
Til hákarla í Vestmannaeyjum
fara þeir norðan gaddi í.
Hálfkaldir koma þeir að landi,
upp í vertshúsið skunda þeir.
Sína sjóblautu vettlinga
verða þeir að setja upp grútuga."
Þetta var og er enn mikið
sungið undir alþekktu sálma-
lagi. Gæti það kallast tækifær-
issöngur Eyjaskeggja. — Þrátt
fyrir allt var Siggi bonn að
sumu leyti merkilegur maður.
Hann flutti oft fyrirlestra um
ýmisleg mál og sagðist oft vel.
Hafði hann stundum allmarga
áheyrendur, sem létu þá ein-
hverja aura af hendi rakna fyr-
ir skemmtanina. I þann mund
héldu ekki margir fyrirlestra,
3g þeim fáu var Siggi enginn
íftirbátur í mælsku. Ég hygg
þó, að hann hafi varla getað
gert óbjagaða vísu og alls ekki
gat hann átt vísuna um Guddu
gömlu.
í Nýborg hitti ég líka Árna
gamla frá Miðbælisbökkum,
venjulega kallaðan Árna gamla
á Bökkunum, Magnússon. Hann
var mikið í Eyjum og stundaði
vinnu hér. Hann var vel þekkt-
ur Eyfellingur og formaður frá
Fjallasandi á fyrri árum. Hann
stundaði hér ýmiskonar vinnu
á seinni árum og þá ekki alltaf
sem hreinlegasta, og fór hrein-
læti hans nokkurnveginn eftir
því. Hann var ekki með neinn
tepruskap í þá átt. Ekki mun
Árni gamli hafa fengizt neitt
við ljóðagerð, en sagður var
hann vel viti borinn, skemmti-
legur í viðræðum og afar orð-
heppinn. Herdís systir hans var
einnig í Nýborg, trútt hjú og
sívinnandi, en naumast tók hún
Áma bróður sínum fram inn
hreinlæti við sjálfa sig. Fannst
Árna því nóg um, er hún fór
eitt sinn að vanda um við hann
vegna sóðaskapar. Þá svaraði
Ámi gamli: „Ja, sei, sei, bragð
er að, þá bamið finnur, Dísa
systir.“ Þótti svar hans gott
og eiga vel við og var því lengi
viðbrugðið hér í daglegu tali.
Ekki hafði Dísa gamla neitt
fengizt við skáldskap, svo að
ekki áttu þau vísuna um
Guddu gömlu, sem ekki gat
spunnið ull í föt.
Meðal annarra starfa hér
vann Ámi gamli við lifrar-
bræðsluna hjá Gísla J. Johnsen.
Mun Sigurlínus Stefánsson frá
Norðfirði þá hafa verið bræðslu-
meistari þar.