Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 48
46
B L I K
„Ertu ekki enn bindindis-
maður,“ spyr ég. „Jú, alltaf
öðru hvoru og samtals hefi ég
verið það í mörg ár. Margra
funda í Sunnu minnist ég með
ánægju, og marga ræðuna
flutti ég þar. Suma hneykslaði
ég, öðrum vakti ég kátínu.“
„Hefurðu sótt stúkufundi ný-
lega?“ „Nei, ekki nú lengi, því
að holdið er veikt, þó að and-
inn sé að sönnu reiðubúinn. Og
sérstaklega er það í veikara
lagi, þegar ég dvel austur í Vík
og þar í grenndinni. Annars
hefi ég ekki bragðað áfengi í
hálft annað ár. Síðasta staupið
drakk ég austur í Vík, þegar
vinur minn B. B. átti sjötíu ára
afmæli. Síðan hefi ég verið í
ströngu bindindi og hefi heitið
því að vera það héðan af til
æviloka.“
„Hvernig var það með á-
fengisflöskuna í lúkarnum hjá
honum Sigga, þegar þeir áttu
að hafa ,,kíkt“?“ „Já, ég kann-
ast við söguna. Allt haugalygi,
blessaður. Siggi er svo spaug-
samur, eins og þú veizt, og
skáld er hann líka á sína vísu,
en fjári er gaman að vera með
honum á sjó. — Já, sagan um
freistinguna í lúkarnum hjá
Sigga er uppspuni frá rótum.
En minnisstæð er mér sjósókn-
in með Sigga. Matsveinninn
gekk í svefni, svo að ég var á
verði, meðan aðrir sváfu, og
gætti þess, að hann gengi ekki
fyrir borð með sængina í fang-
inu.
Einu sinni var ég skipstjóri
hjá Sigga. Sú upphefð stóð í
tvo tíma. Þá var varpan úti, ég
stýrði og vélin gekk. Ég vildi
ekki vera minni fiskimaður en
skipstjórinn sjálfur. Þess
vegna langaði mig inn fyrir
línuna. Þar þóttist ég vita af
nógum fiski. En ég vogaði það
ekki. Þó aflaði ég vel, fékk
hálffulla vörpu af vænum fiski
eða 10-skiptan poka, minnir
mig. Þá græddi Siggi vissulega
á mér. Ég átti auðvitað að fá
skipstjórahlut, en fékk ekki
baun fram yfir hásetahlutinn.“
Og Tóti heldur áfram að
segja frá: „Ég ætlaðist til þess,
að mesta ævintýri lífs míns
ætti sér stað, þegar ég var
fimmtugur. Ég dvaldist þá
austur í Vík í Mýrdal og ætlaði
að halda veizlu, svo að um
munaði. Ég hafði dregið að
mér margskonar veizluföng,
sem ég óska ekki að nefna. En
viku fyrir afmælið gerðist svo
sorglegur atburður á heimilinu,
að af veizluhöldunum varð ekk-
ert. Þetta voru mér mestu von-
brigði í lífinu.“
„Segðu mér svo að lokum frá
einu ferðalagi, sem þú hefur
tekið þátt í.“ Og Tóti er til 1
það. „Það væri þá helzt,“ segir
hann, „þegar Grafarkirkja var
vígð. Þá var ég 1 Sunnu. Það
mun hafa verið í kringum 1938.