Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 215
B L I K
213
ekki), 28 glös af vanilladropum
(stærri tegundina) (í jólakök-
urnar auðvitað!), hálfan poka
af hveiti, 7 pund rúsínur, 5 pund
af sagógrjónum, 30 pund af
dönskum pylsum og 5 punda
stauk af sinnepi. Síðan sóttum
við heim á bæina 4 krof af
heimareyktu hangikjöti.
Allt þetta smáræði matarkyns
bárum við ofan í Strombólí. Síð-
an ræsti Villi nafna sinn, við
ýttum frá bryggju og báturinn
brunaði út Leiðina.
Veður var hið fegursta, speg-
ilsléttur sjór, blæjalogn og birta
yfir öllu, svo að stirndi og gljáði
fagurlega á veiðimannaranninn
í Elliðaey, sem Pétur hafði ný-
lega tjargað, ,,svo að birti yfir.“
Um kvöldið var glatt á hjalla
í glaumbæ þeim, því að grogg
höfðum við nóg frá landakon-
súlnum við Vesturveg.
Þegar leið á kvöldið, tók
Óskar til að yrkja dróttkvæðar
vísur og bundnar mjög, djúpar
að efni og dýrar að háttum. Við
sungum þær við raust, þó að
efni þeirra væri okkur sem lat-
ína. Undir lágnættið höfðu jóla-
kökurnar drukkið í sig alla van-
illadropana. Og einhvemveginn
höfðu tapparnir farið úr hopp-
mannsdropaglösunum, svo að
gufað hafði upp úr þeim flest-
um.
Áttu sér nú stað ýmiskonar
fyrirbrigði á eynni. Tóti fjalla-
garpur flutti ræðu fyrir minni
okkar gestanna. Síðan lét hann
okkur hrópa fjórum sinnum
fjórfallt húrra fyrir snilli allra
bjargveiðimanna, hugrekki
þeirra og þrautseigju.
Þegar hér var komið sögu,
fannst mér eyjan fara að rugga,
bönnuð boran, svo að ekki var
annað líklegra, en hún mundi
kasta okkur af sér. Þá hrópaði
Lúrifax: „Lýs, lýs, lundalýs“.
Hann taldi sig sjá lundalýs
upp um alla veggi kofans. Þór
oddur sprengur fullyrti, að hann
sæi þær líka og stærri dýr með
í bland, svo sem rottur og mýs
og „fugla ljóta“. Það ályktuðum
við, að hefðu verið leðurblökur.
Nú var verulega glatt á hjalla
í Elliðaey, þrátt fyrir lýs og
pöddur og annan ljótan fénað.
— Þegar þessi gleðskapur stóð
sem hæst, kom Lási lúrifax á
fjómm fótum inn úr dyrunum.
Hann bölvaði óskaplega. Hafði
hann rekið tærnar í gat á gólf-
þófanum og dottið þar með.
„Hafðu þá vit á, að snúa þófan-
um við,“ sagði Pétur. Lúrifax
lét ekki segja sér það tvisvar.
Hann fram fyrir þröskuldinn til
að snúa þófanum við, svo að
fleiri rækju ekki tærnar í gatið
á honum og dyttu um hann. En
— fari það bölvað, sagði hann.
Þófinn var þá líka götóttur hinu
megin. Allt var það eins. Þá var
hlegið. svo að hvein í kofanum
og sköllin heyrðust heim á bæ-
ina, enda hafði gleymskufugl-