Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 70
68
B L I K
varð ekki framhjá því litið, að
hann var þjónn selstöðukaup-
mannsins, sem m.a. hafði átt
það til að neita útgerðarmönn-
um Eyjanna og sjómönnum um
salt í aflann, þegar hann einn
verzlaði með það, til þess að
neyða þá til að selja sér allan
aflann upp úr sjó fyrir verð,
sem hann sjálfur afréð. Enn
var það einnig Eyjabúum í
fersku minni, að forstjóri
skipaútgerðar landssjóðs, Dit-
lev Thomsen, hafði fyrir
skömmu kveðið upp með það í
skýrslu til landsstjómarinnar,
að fiskur frá Vestmannaeyjum
hafi verið greiddur hærra verði
á erlendum markaði en annar
íslenzkur fiskur, og þó var vit-
að, að á sama tíma greiddi sel-
stöðukaupmaðurinn Eyja-
skeggjum lægra verð fyrir fisk-
inn en útgerðarmenn og sjó-
menn fengu við Faxaflóa. Þá
var það einnig í fersku minni
stofnendum Isfélagsins, að fyr-
ir fjórum árum hafði umboðs-
maður Fischers hér, Gísli Stef-
ánsson, greitt Eyjabúum 48
krónur fyrir skippundið af fisk-
inum (160 kg) en þá hafði
Brydeverzlun greitt þeim 36—
40 krónur. Bæði vegna alls
þessa og margs annars, sem
Eyjabúar höfðu reynslu af í
viðskiptum sínum við selstöðu-
kaupmanninn, var það ekki án
íhugunar gert og tortryggni,
að þeir neyddust til að beygja
sig fyrir kröfum hans. Þetta
sannar þessi bókun í fundar-
gjörð, sem Sigurður Sigurfinns-
son, hreppstjóri, hefur ritað:
„Með því að mörgum þótti
tryggilegra að treysta betur
stjórn félagsins í tilefni af fyr-
irhugaðri lagabreytingu, og
með því að héraðslæknir Þor-
steinn Jónsson vildi verða laus
við stjórn félagsins, ályktaði
fundurinn að kjósa að nýju
stjóm fyrir yfirstandandi ár,
er skipuð væri 5 mönnum í
stað þriggja, sem áður. Var svo
gengið til stjómarkosninga á
ný. Þessir menn hlut nú kosn-
ingu í stjórnina: Anton Bjarna-
sen, verzlunarstjóri, 40 atkvæði,
Árni Fillippusson, verzlunar-
maður, 36 atkvæði, Gísli Stef-
ánsson, kaupmaður, 35 atkv.,
Magnús Guðmundsson, útgerð-
armaður, 34 atkvæði, Sigurður
Sigurfin;ndson, hreppstjóri 30
atkvæði.
Hin nýkosna stjórn skipti
þegar með sér verkum sam-
kvæmt lögum félagsins og var
Árni Filippusson kosin formað-
ur þess, Anton Bjarnasen
gjaldkeri og Sigurður Sigur-
finnsson ritari. Varaformaður
var kosinn Gísli Stefánsson.
Á fundi félagsins 9. febrúar
1902 voru svo þessar breyting-
ar gerðar á lögnm félagsins:
3. gr. I stað orðanna „Ávallt
skulu Vestmannaeyingar hafa
forgangsrétt að kaupi á hluta-