Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 65
B L I K
63
aðaráætlun um byggingu þess.
Lögin voru samþykkt í einu
hljóði eftir litlar umræður.
LÖG
fyrir ísfélag' Vestmannaeyja.
1. gr.
Félagið er hlutafélag og nefnist
„ísfélag Vestmannaeyja“. Heimili
þess og varnarþing er í Vestmanna-
eyjum Fyrirætlun þess er að safna
ís, geyma hann til varðveizlu mat-
vælum og beitu, verzla með hann
og það, sem hann varðveitir, og
styðja að viðgangi betri veiðiað-
ferðar við þær fiskitegundir og
beitutegundir, sem ábatasamt er að
geyma í ís.
2. gr.
Innstæðu félagsins skal skipt í
hluti. Ákvæðisverð hvers hlutar er
25 krónur, en engin takmörk eru
sett, hve margir þeir skuli vera.
3. gr.
Þegar félagsmaður hefur greitt
að fullu hlut sinn til félagsins,
skal hann fá hlutabréf, er félags-
stjórnin gefur út, og veitir þá
hlutabréfið honum full réttindi,
þau, er lög þessi mæla fyrir. Á
hverju hlutabréfi skal eigandi nafn-
greindur, og jafnframt skal hann
ritaður með viðsettri tölu á hluta-
skrá félagsins. Þegar eigendaskipti
verða að hlutabréfi, skal tilkynna
það félagsstjórninni, er þá ritar
nafn hins nýja eiganda á hluta-
skrána. Fyrr en það er gjört, á
hann eigi atkvæðisrétt í félaginu.
Ávallt skulu Vestmannaeyingar
hafa forgangsrétt á kaupi á hluta-
bréfi. Glatist hlutabréf eða ónýt-
ist, þá á réttur eigandi heimtingu
á að fá nýtt hlutabréf í þess stað,
þegar stjórnarnefndin á hans
kostnað hefur fengið gildar líkur
fyrir því, að hlutabréfið sé glatað.
4. gr.
Enginn félagsmaður er skyldur
til að greiða skuldir félagsins fram
yfir innstæðu þá, sem hann hefur
lagt í félagið, né til að auka sjóð
félagsins með fjárframlagi.
5. gr.
Félagsmenn skulu jafnan hafa
forgangsrétt fyrir utanfélagsmönn-
um, þegar þeir óska þess, hvort
heldur er vinna við ístöku, sala á
fiski og beitu eða geymsla á mat-
vælum. Við sölu á beitu skal enn-
fremur tekið tillit til hlutafjölda
(aksíufjölda) hvers einstaks félags-
manns, þegar útlit er fyrir beitu-
skort.
6. gr.
Aðalfundir félagsins hafa hið
æðsta va!d í öllum félagsmálum
og ráða þeim til lykta innan þeirra
takmarka, er lögin setja. Aðalfund-
ur skal haldinn í Vestmannaeyj-
um í janúarmánuði ár hvert, og
boðar stjórn félagsins hann með
14 daga fyrirvara. Aukafundi
heldur stjórnin, er henni þurfa
þykir, eða þegar þriðjungur fé-
lagsmanna sendir henni skriflega
beiðni um það, og boðar hún til
þeirra með hæfilegum fyrirvara.
Kosinn fundarstjóri stýrir umræð-
um og sker úr öllu því, er við kem-
ur reglu á fundum. Einfaldur
meirihluti atkvæða ræður úrslitum
mála að undanskildum lagabreyt-
ingum, sbr. 11. gr.
7. gr.
Félagsmenn einir eiga atkvæðis-
rétt á fundum, þannig, að sá á eitt
atkvæði, sem á 1—3 hluti, tvö at-
kvæði sá, sem á 4—9 hluti, og
þrjú atkvæði sá, sem á 10 hluti
eða fleiri í félaginu. Fela mega fé-
lagsmenn öðrum hluthöfum skrif-
lega að fara með atkvæði sitt á
fundi, sé nafn hans á hlutaskrá.
Þó getur enginn umboðsmaður haft
á fundi fleiri en 3 atkvæði alls fyr-