Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 176
174
B L I K
Nýborg. I kofa þessum hlóð
Sigurður upp bakarofn og
stofnaði þar með til brauð-
gerðar í stærri stíl en þekkzt
hafði áður í Eyjum. Þarna lét
hann einnig baka brauð handa
sínu eigin heimili. Þetta brauð-
gerðarstarf önnuðust vinnu-
konur hans og þeirra hjóna.
Árið 1907 fóru fram endur-
bætur á Nýborgarhúsinu. Það
var þá orðið 31 árs. Klæðning
var endurbætt og tróð endur-
nýjað. Kvistar voru teknir af
húsinu og fleiri breytingar
gjörðar. Milli stoða í grind lét
Sigurður setja móhellur, bæði
til einangrunar og svo til að
þyngja húsið og gera það þar
með traustara á grunni. Að
öðru leyti var tróðið eða ein-
angrunin þurr fjörusandur.
Þær unnu að því mæðgurnar í
Nýborg, Þóranna húsfreyja og
Jónína dóttir þeirra hjóna, sem
þá var 16 ára gömul, að bera
sandinn neðan úr fjöru upp í
veggi hússins. Þær báru sand-
inn framan á sér í þar til gerð-
um svuntum. Þetta hefur Jón-
ína Sigurðardóttir sagt mér
sjálf.
Rétt er að geta þess, að Ný-
borgarhjónin eignuðust dreng
1895. og var hann skírður Sig-
mundur. Hann dó mjög ungur.
Nýborgarhjónin héldu föst-
um íslenzkum heimilisvenjum,
sem algengar voru á þeirra
uppvaxtarárum. Húslestrar
voru t. d. lesnir á heimilinu
hvern helgidag allan ársins
hring. Á föstu voru lesnar hug-
vekjur hvert virkt kvöld og
sungnir Passíusálmar. Oftast
las húsbóndinn sjálfur, en
sönginn leiddi þar um nokkur
ár fyrir aldamót Bjarni hálf-
bróðir Sigurðar Sveinssonar.
Hann var um árabil til húsa í
Nýborg, þar til hann drukkn-
aði í sjóslysinu mikla við
Klettsnef 16. maí 1901.
Á aðalhæð Nýborgarhússins
var stór stofa ,sem tók þvert
yfir húsið. Hún var kölluð bað-
stofa. Þar sváfu vinnukonum-
ar og heimasætur á uppvaxtar-
áram, svo sem dóttir og fóst-
urdóttir, og þar sat kvenfólkið
á rúmum sínum við tóskap og
annað handverk eins og gerðist
í sveitum um land allt um lang-
an aldur. Kvennaliðið mataðist
einnig á rúmum sínum í bað-
stofunni á þjóðlega visu.
Vinnumenn, og vermenn, þeg-
ar þeir voru þar, sváfu á loft-
inu í Nýborg.
Ýmsar bækur áttu Nýborg-
arhjónin, bæði andlegar og ver-
aldlegar, og höfðu hjúin þeirra
not, ef þau óskuðu þess. Þar
var Biblían í heiðri höfð og
Jónspostilla, sem lesið var í á
helgum dögum. Þar voru til
rímur, og voru þær mikið
kveðnar á haustin og fram á
vetur, þar til vertíðarannir hóf-
ust. Fornaldarsögur Norður-