Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 13
B L I K
11
í Uppsölum og í Nöjsomhed.
Kona Ágústs Jónssonar er
Pálína Eiríksdóttir bónda í
Kraga á Rangárvöllum Páls-
sonar. Kona Jóns Gíslasonar
var Þórunn Markúsdóttir bónda
á Lágafelli í Landeyjum Þórð-
arsonar.
Kona Jóns Gíslasonar var
Þórunn Markúsdóttir.
Ágúst Markússon settist í 1.
bekk Gagnfræðaskólans hér
haustið 1956.
Ekki verður með réttu sagt,
að Ágúst væri neinn áberandi
námsmaður á bókina, en ýmsa
aðra eiginleika átti hann í rík-
um mæli, eiginleika, sem ekki
eru minna virtir og mikilvægir
í þeim skóla: Hann var áberandi
vel upp alinn, prúður í fram-
komu, traustur í trúnaðarstörf-
um og efni í mikinn hagleiks-
mann. Allt verklegt starf virtist
leika í höndum hans. Hefði hon-
um enzt aldur, hefði hann ef-
laust orðið afburða góður smið-
ur, eins og hann átti kyn til í
báðar ættir.
Með auknum þroska gerðist
Ágúst Markússon liðtækur sjó-
maður, áhugasamur og skyldu-
rækinn, og var orðinn, þó ung-
ur væri, einn af beztu liðsmönn-
um föður síns á bátnum, átaka-
góður, ólatur og lifandi í starfi.
★
Sá, sem guðirnir elska, deyr
ungur, segir hið gamla huggun-
Ágúst Markússon.
arorð. Mér er ekki unnt að
vita eða skilja sannleiksgildi
þess fremur en svo margs
annars, sem dulrænt er og
hulið vitund og skilningi okk-
ar mannanna. Þó gæti ég vel
fellt mig við það, að allt eigi
sitt markmið í tilverunni og al-
lífinu, eins það, þegar ungum er
kippt burtu héðan, fluttur til
„meira að starfa guðs um
geim“, eins og listaskáldið góða
ályktaði og orðaði það.
Allt grær, líka mannanna sár.
Það er guðsblessunin mikla í
sorgum og söknuði.
Við vottum nánustu ástvinum
og venzlafólki þessa unga fólks
dýpstu samúð okkar og vonum,
og vitum raunar, að hinar góðu
endurminningar um það muni
lengi ylja, og svo „merla í mána-