Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 78
76
B L I K
Einarsson, bóndi á Hrauni.
Varamaður, sem alltaf áður,
var kosinn Magnús sýslumaður
Jónsson. Endurskoðendur hin-
ir sömu og áður.
Hin fráfarandi stjórn undir
forustu Árna Filippussonar
hafði verið framtakssöm og öt-
ul og rutt brautina fram á við.
Eitt hið fyrsta verk hinnar
nýju stjórnar undir forustu
Gísla J. Johnsens, sem nú var
aðeins 23 ára, var að láta
byggja snjókofann. Hann var
byggður við norðurjaðar
Landatúns, þar sem nú stend-
ur íbúðarhús Ágústs Sigfússon-
ar, nr. 14 við Landagötu. Þessi
snjókofi var síðan notaður,
meðan íshúsið var rekið við
Landagötu eða næstu 4 árin.
Snjó var ýmist velt saman á
Landatúninu í stórar kúlur,
þegar bleyta var í honum, og
þeim síðan bylt inn 1 kofann,
eða hann var borinn í hann.
Oft fékk Högni Sigurðsson,
íshússvörður, stráka til þess að
gera sér þessa snjóveltu að
leik. Þá var oft unnið kapp-
samlega fyrir lítið kaup.
Útgerðarmenn vildu gjaman
geta fengið síldina afgreidda
af íshúsinu, hvenær sem þeim
þóknaðist og þeir þurftu á
henni að halda, hvort sem það
var á nótt eða degi. Engan af-
ráðinn afgreiðslutíma vildu
þeir helzt hafa. Hinsvegar voru
laun íshússvarðar ekki miðuð
við það, að hann stundaði
þetta starf einvörðungu og
fengi ekki stundlegan frið til
annarra starfa fyrir beiðni eða
kröfum um afgreiðslu síldar.
Af þessu hafði íshússvörðurinn
mikinn eril og ónæði. Afréði nú
stjórnin, að afgreiðsla á beitu
skyldi fara fram kl. 3 e.h. og
kl. 4 að morgni. Jafnframt
skyldi enginn fá geymda síld í
íshúsinu, hvorki í stórum eða
smáum stíl. Afgreiðslutíminn
svo snemma morguns var af-
ráðinn með tilliti til þess, að
formenn gætu beitt og róið,
notað daginn, ef veður breytt-
ist snögglega til batnaðar und-
ir morgun, svo að á sjó gæfi.
I september 1904 var hafizt
handa um að útvega síld fyrir
næstu vertíð. Gera má sér í
hugarlund, hvílíkur vandi
stjórninni var á höndum í flest-
um viðskiptamálum íshússins,
þar sem samgöngur voru stop-
ular, síldin viðkvæm vara og
fljót að skemmast, enginn ís-
klefi í flutningaskipum og
rekstrarfé félagsins ekkert eða
sama og ekkert. Meginhlutann
af andvirði síldarinnar varð
Gísli J. Johnsen, formaðurinn,
sjálfur að lána úr eigin vasa
eða þeir í sameiningu, hann og
Anton verzlunarstjóri, gjald-
keri félagsins. Að öðrum kosti
varð engin síld keypt og þá
aflaleysi og vá fyrir dyrum.
Thor Jensen bauðst til þess