Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 165
E L I K
163
Gísla Engilbertssyni, verzlun-
arstjóra í Júlíushaab.
Árið 1883 kusu Eyjamenn
einnig Sigurð Sveinsson í sýslu-
nefnd sína. I henni sat hann
næstu 6 árin.
Árið 1885, í júnímánuði,
kaus sýslunefnd Vestmannaeyja
fyrsta sinn sérstaka nefnd til
þess að. annast rekstur barna-
skóla sýslunnar, sem þá hafði
verið starfræktur undanfarin 5
ár. Skyldi nefndin skipuð þrem
sýslunefndarmönnum. Til þess
að annast þetta trúnaðarstarf
kaus sýslunefndin Sigurð
Sveinsson ásamt séra Stefáni
Thordersen, sóknarpresti, og
Gísla Stefánssyni, bónda í Hlíð-
arhúsi. Það var fyrsta skóla-
nefnd Vestmannaeyja. Árið áð-
ur hafði sýslunefnd falið Sig-
urði Sveinssyni það sérstaka
trúnaðarstarf fyrir hennar
hönd að vera gjaldkeri barna-
skólans, annast f járreiður hans.
Hann gerði það einnig, eftir að
skólanefndin var kosin. Um
skeið var hann einnig skipaður
prófdómari við barnaskólann.
Þegar Sigurður Sveinsson
fluttist til Vestmannaeyja, kom
með honum barnsmóðir hans
með barn þeirra, sveinbarn,
tveggja ára, að nafni Árni.
Þessi barnsmóðir Sigurðar og
heitmey, að álykta verður, hét
Guðrún Árnadóttir. Hún var
fædd að Stóru-Heiði í Hvamms-
hreppi í Vestur-Skaftafellssýslu
26. ágúst 1854, og var hún
þannig 13 árum yngri en Sig-
urður. Guðrún var dóttir Árna
sýslumanns Gíslasonar að
Kirkjubæjarklaustri. Móðir
Guðrúnar var Þuríður Guð-
mundsdóttir frá Drangshlíð
undir Austur-Eyjafjöllum, og
var Guðrún laundóttir þeirra.
(Sjá íslenzkar æviskrár).
Amma Guðrúnar Árnadóttur í
föðurætt var Ragnheiður systir
Bjama Thorarensens skálds.
Þegar Sigurður Sveinsson
hóf búskap í Nýborg haustið
1876, gerðist Guðrún Árnadótt-
ir „bústýra“ hans og höfðu þau
bamið hjá sér. Þannig gekk
það næstu 5 árin.
Árið 1881 slitnaði upp úr
sambúð þeirra Guðrúnar og
Sigurðar, og hvarf hún burt af
heimilinu. Það ár hefur Sigurð-
ur Sveinsson orðið þrjá vinnu-
menn, þrjár vinnukonur, niður-
setning og lausamann. Atvinnu-
rekstur hans og framtak fær-
ist í aukana ár frá ári. Árið,
sem Guðrún Árnadóttir fer frá
honum, býr hann í Nýborg við
11. mann.
Guðrún Árnadóttir giftist síð-
ar Eggerti Ólafssyni í Götu,
sem margir sögðu að bæri þess
merki, að hann væri launsonur
Kohl kafteins og sýslumanns.
Móðir Eggerts Ólafssonar var
Margrét Ólafsdóttir, er var um
skeið bústýra hjá Kohl sýslu-
manni. Guðrún Árnadóttir and-