Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 166
164
B L I K
aðist stuttu eftir að hún giftist
Eggerti.
Árið 1845 fluttist 16 ára pilt-
ur að Stóragerði í Vestmanna-
eyjum til hjónanna Helga Jóns-
sonar og Kristínar Ólafsdóttur.
Piltur þessi hét Ingimundur
Jónsson. Hann var fæddur í
Reynissókn. „Bókhæfur rétt
vel,“ segir prestur um hann.
Næstu 10 árin var Ingimundur
Jónsson vinnumaður á Miðhús-
um hjá Sigurði bónda þar,
stefnuvotti og meðhjálpara, og
konu hans Sesselju Helgadótt-
ur. Hjá þessum hjónum mótað-
ist Ingimundur Jónsson á þess-
um árum og varð hinn mesti
efnis- og myndarmaður. Um
Sesselju húsfreyju á Miðhúsum
er það sagt, að hún hafi verið
gáfuð kona og vel að sér. Á
heimilinu var mikið um góðar
bækur, eftir því sem þá gerðist.
Hjónin sögð trygglynd og góð.
Á þessum árum bjuggu á
Gjábakka hjónin Jón Einarsson
og Sigríður Sæmundsdóttir.
Þau eignuðust nokkur börn.
Árið 1835, 27. maí, fæddist
þeim Gjábakkahjónum dóttir,
sem skírð var Margrét. Hún
þótti snemma efnileg, og er
hún var 12 ára gömul, segir
prestur hana „rétt vel að sér“
og „búna prýðilega“.
Þegar hér er komið sögu, er
Margrét Jónsdóttir heimasæta
að Gjábakka tvítug að aldri.
Sveinar voru þá ekki margir á
duggarabandsaldrinum í Eyj-
um. Því olli ginklofinn, sem
geisað hafði þar til ársins 1847,
er Schleisner læknir uppgötv-
aði orsakir hans (Sjá Blik
1957).
Ingimundur Jónsson, vinnu-
maður á Miðhúsum, og Margrét
Jónsdóttir, heimasæta á Gjá-
bakka felldu hugi saman. Árið
1855 ól heimasætan á Gjábakka
vinnumanninum á Miðhúsum
bam, einkar efnilegan dreng,
sem skírður var Jón. Síðar var
sá Jón kenndur við Mandal hér
í Eyjum. Árið eftir flutti Ingi-
mundur Jónsson föggur sín-
ar að Gjábakka og gerðist
vinnumaður hjá þeim hjónum,
Jóni og Margréti, hinum vænt-
anlegu tengdaforeldrum sínum.
Tveim árum síðar, 15. okt.
1858, gengu þau Ingimundur
og Margrét í hjónaband. Þau
voru næstu ár 1 húsmennsku
hjá Jóni og Sigríði, foreldrum
Margrétar.
Þegar Jón bóndi Einarsson
dó, 11. apríl 1861, gerðist Ingi-
mundur Jónsson ábyrgur bú-
andi á Gjábakkajörðinni í skjóli
tengdamóður sinnar, þar til
hann fékk byggingu fyrir jörð-
inni 1868. Þegar Ingimundur
Jónsson og Margrét Jónsdóttir
minntust gullbrúðkaups síns
1908, tóku flestir málsmetandi
Eyjabúar þátt í fagnaði þeim,